Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 157
UMSAGNIR UM BÆKUR
147
kvæmd og samkennd með þeim sem
þjást, gefa verki hans gildi, en stíll
hans er hins vegar hvorki litríkur né
safamikill; hann sleppur víða of „bill-
ega“ frá ldutunum og hefði sýnilega
víða verið fær um að gera betur, ef
hann hefði beitt sjálfan sig nokkru
meiri aga. Einkum fellur hann til tjóns
í þá freistni að gera „týpur“ sínar að
of miklum „týpum", svo að þær missa
veruleikablæ, t. d. Björn, hinn sigldi
og þó allt of lítilsigldi sonur banka-
stjórans.
Stígandi sögunnar er markviss, en þó
er nokkur flaustursbragur á niðurlag-
inu og síðasta orðið ■— Endir — kem-
ur á óvart. Að vísu er þar staðið á
vegamótum, en maður vildi þó gjarnan
fylgja söguhetjunum spölkorn lengra.
Þorst. ValdimaTsson.
Sigurður B. Gröndal:
Eldvagninn.
Skáldsaga. Helgafell, Rvík
1949.
Það er einkum tvenns konar fengur í
þessari bók. I fyrsta lagi er höfundur
veitingaþjónn og hefur þess vegna að-
stöðu ti! að sýna lesendum inn á vett-
vang, sem þeim flestum er annars ó-
kunnur, en er engu að síður girnileg-
ur til fróðleiks. Hann gefur okkur inn-
sýn í störf veitingaþjónanna, kynnir
okkur lífsviðhorf þeirra og hvernig þeir
sjá ranghverfu skemmtanalífsins. I
öðru lagi — og í því er fólginn megin-
styrkur bókarinnar — segir hún okkur
baráttusögu ungs manns, sem flytur að
vestan til Reykjavíkur til að afla sér
menntunar og frama. Ifann er fyrst á
snærum föðurbróður síns, en kona
hans útvegar honum ungþjónsstöðu í
veitingahúsi. Þar er liann um sinn, þó
að starfið sé honum þvert um geð,
þangað til hann er rekinn fyrir að
hnupla sér kjötleifum til að seðja
hungur sitt. Þá hefst bóklega námið
og síðan baráttan fyrir því að verða
listmálari.
Sagan er fremur vel byggð. I upp-
hafi skiptast á svipmyndir úr hinu
nýja umhverfi unglingsins og minning-
ar heintan úr sveitinni. Staðhættir eru
allir eins ólíkir og frekast má verða,
en þó minnir eitt á annað. Skvaldur
fólksins í veitingasalnum minnir hann
á jarmklið sauðfénaðarins í réttunum
lieima. Hann er sjálfur rótlaus í hinu
nýja umhverfi, rætur hans standa enn
í jarðvegi sveitarinnar. En smám sam-
an slitna þessar rætur. Hann er að
byrja að skjóta frjóöngum í hinu nýja
umhverfi. Astin kemur til hans í líki
grannvaxinnar jafnöldru, sem hann
hefur séð hlaupa nakta í sjóinn suð-
ur í Skerjafirði. Og auk þess getur
draumur hans um list aðeins rætzt í
borginni. Borgin hefur tekið að sér
forystuna í þjóðfélaginu, þó að hún
byggi á þeirn grundvelli, sem sveitirn-
ar lögðu. Eftir að Brjánn er rekinn
úr veitingahúsinu, verða minningarnar
heiman úr sveitinni sífellt daufari,
þangað til þær að lokum hverfa alveg.
En þá hefst baráttan milli ástarinnar
og listarinnar, baráttan milli brauð-
strits og listsköpunar, baráttan gegn
tvískiptingu eða margskiptingu líkams-
og sálarorkunnar. Og um sinn .virðist
andinn ætla að sigra líkamann, listin
ástina. En ennþá er allra veðra von.
Brjánn hefur ennþá aðeins komizt í
fordvri listarinnar. Þar virðist liann í
bókarlok ætla að snúa við. Þær rætur,