Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 163
UMSAGNIR UM BÆKUR
153
gerraanskra trúarbragða hafa greini-
lega sýnt okkur þessa nauðsyn. I um-
ræddri bók virðist mér þetta koma
fram í því, að lýsing helgiathafna er
nokkuð litlaus, gagnstætt goðsögnun-
um: „Guðsþjónusta var með líkum
hætti og hjá öðrum fornþjóðum. Var
hún mestmegnis fólgin í fórnum, yfir-
lestrum og bænahaldi" (bls. 256).
Þróun og hnignun, glíma andans við
ráðgátur tilverunnar, bylting, sigrar,
afturför og ánauð í myrkri hjátrúar og
kreddna skiptast á í þessari bók. En
hvert stefnir? Miðar okkur fram á
leið? I kenningum Krists hefir manns-
andinn e. t. v. náð lengst í tilraunum
sínum að skýra ráðgátur lífsins út frá
guðstrúarsjónarmiði. En hvað hafa ját-
endur Krists gert úr boðskap hans?
Erum við ekki enn haldnir kreddum,
h'kt og áar okkar fyrir 8—10 þúsund-
um ára? Er ekki trúin enn á ný að
stirðna í lögmálsfjötrum? Víkur ekki
liið lifandi siðgæði fyrir köldum anda
réttarins? Slíkar spurningar hlýtur
Saga mannsandans að vekja hjá hugs-
andi lesanda. Þeim mun höfundurinn
láta hana svara í næstu bindum.
Ef sleppt er nokkrum prentvillum,
sem óhjákvæmilegar virðast í hverri ís-
lenzkri bók, er frágangur ritsins allur
hinn vandaðasti. Fyrir hann á útgef-
andinn þakkir skildar. En um höfund-
inn mun rit þetta verða óbrotgjarn
minnisvarði, meðan íslenzk alþýða ann
andlegum menntum.
Matthías Jónasson
Ari Arnalds: Minningar.
HlaðbúS 1949.
Það er auðséð að sjentilmaður hefur
skrifað þessa bók. Frá síðum hennar
stafar fágaðri framkomu manns, sem
jafnframt alúðlegu viðmóti hefur mikla
skapfestu til að bera. Annað verður
lesanda einnig ljóst við lestur bókar-
innar: við samningu hennar hefur
fengizt vísindalega hugsandi höfundur,
vanur skilmerkilegri framsetningu,
enda er á orði haft að dómarinn Ari
Arnalds hafi ekki hrapað að dómum
sínum. Eitt er ótalið enn sem lesand-
inn hlýtur að finna: höfundur hefur
skáldskapargáfu og kann að beita
henni svo að vel fari. Vitnar um það
bygging bókarinnar, sem ekki er skrif-
uð í venjulegum ævisögustíl, langdreg-
in og full ómerkilegra aukaatriða,
heldur fast mótaðir áhrifaríkir kapí-
tular, tengdir saman með nærveru að-
alpersónunnar. I bókinni eru þrír þætt-
ir í sögubúningi, og fæ ég ekki betur
séð en þeir sómi sér vel sem smásögur.
Æskusaga Ara Arnalds er ekki ólík
sögum margra ungra manna sem af fá-
tækt brjótast til mennta, hann sleppur
ekki svo mikið sem við kaflann um
heilsuleysið. En þessi saga er öll mjög
persónuleg og við lestur hennar skilst
manni hvers vegna þessi fátæki óþekkti
piltur var svo gæfusamur að eignast
vini sem gátu og vildu styðja hann:
þeim hefur ekki geðjazt síður að mann-
inum en lesendum að bók hans.
Fróðlegustu kaflarnir í þessum minn-
ingum eru um skilnað Norðmanna og
Svía og Landvarnartímabilið. Höfund-
ur átti því láni að fagna að vera í Nor-
egi 7. júní 1905, og var auk þess blaða-
maður, svo að hann átti aðgang að
Stórþinginu þegar tekin var þar hin ör-
lagaríka ákvörðun um að slíta sam-
bandinu milli Noregs og Svíþjóðar.
Það hvílir líka yfir þessu erindi stemn-
ing sem maður finnur að höfundurinn