Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 165

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 165
UMSAGNIR UM BÆKUR 155 Ég get ekki stillt mig um aS benda á það tákn um þverrandi tepruskap í ís- lenzkri bókagerð að jafn-grandvar mað- ur og útgefandi hefur ekkert undanfellt af vísum Hjálmars af feimnisástæðum. Jón Þorkelsson sleppti aftur á móti sumu en prentaði sumt með grísku letri. Eru þó ekki nema rúm 30 ár síð- an, og ekki var Jóni Þorkelssyni brugð- ið um neina sérstaka hispursmennsku í þessum efnum. Meginið af kvæðum Bólu-Hjálmars er til í eiginhandarritum, en af mörg- um kvæðum eru eiginhandarritin fleiri en eitt, og ber víða nokkuð á milli. Ut- gefandinn hefur hér fylgt þeirri megin- reglu að prenta yngstu gerðina þar sem um fleiri er að ræða, en allsstaðar er frá því skýrt í athugasemdum hver eiginhandarrit séu til eða hverjar aðr- ar heimildir ef eiginhandarrit skortir. Þess er ekki getið nema stundum (einkum þegar um heil erindi er að ræða) hvort orðamunur sé á eigin- handarritum. Samanburður við útgáfu Jóns Þorkelssonar sýnir þó að víðar hlýtur gerðunum að bera á milli en getið er um í nýju útgáfunni, því að JÞork. hefur sýnilega oft farið eftir öðrum handritum en Finnur Sigmunds- son. Fyrir öllu þessu verður væntan- lega gerð nánari grein í 6. bindi út- gáfunnar, og væri æskilegast að útgef- andi birti þar fullkominn orðamun eig- inhandarritanna, svo að gengið væri frá þeim í eitt skipti fyrir öll. Orðamunur eiginhandarrita er tilfærður við rím- urnar í 4. bindi, en ekki við Göngu- Hrólfs rímur (3. b.), og má segja að þess sé minni þörf, þar sem aðeins fyrri hluti þeirra er prentaður eftir annarri (yngri) gerð en fyrsta útgáfan, en af fyrri helmingi eldri gerðarinnar er nú ekki lengur til eiginhandarrit, svo að gamla útgáfan er þar ein til samanburðar ásamt uppskriftum. En útgáfurnar er vitanlega auðvelt að bera saman ef einhver vill í það hnýsast. Rímunum fylgir orðasafn yfir kenning- ar og heiti, sem er hið þarfasta verk og mun koma mörgum að haldi. Útgáfan er gerð af vandvirkni, eins og útgefandans er von og vísa. Fáein- ar prentvillur hef ég rekizt á, en varla er ástæða til að minnast á nema tvær: I 47 stendur: „heljar bylgjur offra sér“, en á vafalaust að vera ofra sér (í útg. JÞork. stendur: lypta sér); V 237 stendur Grundarfirði, en á að vera Grundargerði. II 325—26 (í athuga- semdum) hefur orðið vont línubrengl, sem er leiðinleg árátta í íslenzkum bókum. Útgefandi hefur sleppt nokkrum kviðlingum sem eignaðir eru Hjálmari í eldri útgáfum en vafasamar heimildir eru um, og boðar nánari greinargerð fyrir því efni í 6. bindi. Hæpið virðist þá að prenta vísuna: „Oft hefir heims- ins gálaust glys“ meðal kvæðanna í þessum bindum (II 272), þar sem Jón Helgason hefur fyrir löngu bent á upp- runa hennar, að minnsta kosti seinni hlutans (sjá Bjarni Thorarensen, Ljóð- mæli II 319—20), og hefði verið rétt að vísa til þess. I þessari útgáfu er kvæðum Hjálm- ars raðað eftir efni, enda naumast önn- ur leið fær, því að vonlaust er að raða þeim eftir aldri. Efnisröðun hefur auk þess þann kost að auðveldara er að fá yfirlit um skáldskap höfundar og yrk- isefni. Manni verður enn ljósara en fyrr að ágæti Hjálmars felst ekki í frumleika í efnisvali, þar treður hann aldafornar slóðir. En hamrömm orð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.