Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 165
UMSAGNIR UM BÆKUR
155
Ég get ekki stillt mig um aS benda á
það tákn um þverrandi tepruskap í ís-
lenzkri bókagerð að jafn-grandvar mað-
ur og útgefandi hefur ekkert undanfellt
af vísum Hjálmars af feimnisástæðum.
Jón Þorkelsson sleppti aftur á móti
sumu en prentaði sumt með grísku
letri. Eru þó ekki nema rúm 30 ár síð-
an, og ekki var Jóni Þorkelssyni brugð-
ið um neina sérstaka hispursmennsku
í þessum efnum.
Meginið af kvæðum Bólu-Hjálmars
er til í eiginhandarritum, en af mörg-
um kvæðum eru eiginhandarritin fleiri
en eitt, og ber víða nokkuð á milli. Ut-
gefandinn hefur hér fylgt þeirri megin-
reglu að prenta yngstu gerðina þar
sem um fleiri er að ræða, en allsstaðar
er frá því skýrt í athugasemdum hver
eiginhandarrit séu til eða hverjar aðr-
ar heimildir ef eiginhandarrit skortir.
Þess er ekki getið nema stundum
(einkum þegar um heil erindi er að
ræða) hvort orðamunur sé á eigin-
handarritum. Samanburður við útgáfu
Jóns Þorkelssonar sýnir þó að víðar
hlýtur gerðunum að bera á milli en
getið er um í nýju útgáfunni, því að
JÞork. hefur sýnilega oft farið eftir
öðrum handritum en Finnur Sigmunds-
son. Fyrir öllu þessu verður væntan-
lega gerð nánari grein í 6. bindi út-
gáfunnar, og væri æskilegast að útgef-
andi birti þar fullkominn orðamun eig-
inhandarritanna, svo að gengið væri frá
þeim í eitt skipti fyrir öll. Orðamunur
eiginhandarrita er tilfærður við rím-
urnar í 4. bindi, en ekki við Göngu-
Hrólfs rímur (3. b.), og má segja að
þess sé minni þörf, þar sem aðeins
fyrri hluti þeirra er prentaður eftir
annarri (yngri) gerð en fyrsta útgáfan,
en af fyrri helmingi eldri gerðarinnar
er nú ekki lengur til eiginhandarrit,
svo að gamla útgáfan er þar ein til
samanburðar ásamt uppskriftum. En
útgáfurnar er vitanlega auðvelt að bera
saman ef einhver vill í það hnýsast.
Rímunum fylgir orðasafn yfir kenning-
ar og heiti, sem er hið þarfasta verk
og mun koma mörgum að haldi.
Útgáfan er gerð af vandvirkni, eins
og útgefandans er von og vísa. Fáein-
ar prentvillur hef ég rekizt á, en varla
er ástæða til að minnast á nema tvær:
I 47 stendur: „heljar bylgjur offra
sér“, en á vafalaust að vera ofra sér
(í útg. JÞork. stendur: lypta sér); V
237 stendur Grundarfirði, en á að vera
Grundargerði. II 325—26 (í athuga-
semdum) hefur orðið vont línubrengl,
sem er leiðinleg árátta í íslenzkum
bókum.
Útgefandi hefur sleppt nokkrum
kviðlingum sem eignaðir eru Hjálmari
í eldri útgáfum en vafasamar heimildir
eru um, og boðar nánari greinargerð
fyrir því efni í 6. bindi. Hæpið virðist
þá að prenta vísuna: „Oft hefir heims-
ins gálaust glys“ meðal kvæðanna í
þessum bindum (II 272), þar sem Jón
Helgason hefur fyrir löngu bent á upp-
runa hennar, að minnsta kosti seinni
hlutans (sjá Bjarni Thorarensen, Ljóð-
mæli II 319—20), og hefði verið rétt
að vísa til þess.
I þessari útgáfu er kvæðum Hjálm-
ars raðað eftir efni, enda naumast önn-
ur leið fær, því að vonlaust er að raða
þeim eftir aldri. Efnisröðun hefur auk
þess þann kost að auðveldara er að fá
yfirlit um skáldskap höfundar og yrk-
isefni. Manni verður enn ljósara en
fyrr að ágæti Hjálmars felst ekki í
frumleika í efnisvali, þar treður hann
aldafornar slóðir. En hamrömm orð-