Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 169

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 169
UMSAGNIR UM BÆKUR 159 yrði hlýðir Hoel af heilum hug, því honum er meira að skapi sálfræði en félagsfræði, enda eru lýsingar hans á sálarlífi svo margbreytilegar og skarp- ar, að þær kunna að hafa varanlegt gildi út af fyrir sig. B. U. S. Karl Marx og Friðrik Engels: Kommúnistaóvarpið. Ný þýðing úr jrummálinu, eftir Sverri Kristjánsson. Reykjavík, Bókaútgáfan Neistar 1949. ÁitiB 1948 var liðin öld, frá því er Kommúnistaávarpið kom út í fyrsta sinni, og tuttugu og fjögur ár síðan fyrsta íslenzka þýðingin á því birtist. Fá munu þau rit, er markað hafa dýpri spor í stjórnmála- og félagslífi þjóð- anna en einmitt Kommúnistaávarpið, -og Bókaútgáfunni Neistum því þótt "hlýða að minnast þessa aldarafmælis með nýrri og myndarlegri þýðingu. Islenzka þýðingin frá 1924 var ann- ars fremur vel gerð og liðleg, og marg- ir íslenzkir sósíalistar munu minnast 'þessa litla, rauða kvers með hlýhug og þakklæti. Þar fengu þeir oft fyrstu kynnin af marxismanum. Þessar fáu prentmálssíður bjuggu yfir kjama nýrrar lífsskoðunar, nýs skilnings á sögu og hlutverki mannkynsins, ýttu við manni, ögruðu manni, brugðu upp leifturmyndum. Þaðan mátti sjá vítt og breitt um mannheim allan, ekki sízt ef góðs leiðbeinanda naut við. Og nú er þetta gamalkunna rit kom- ið til okkar aftur í nýjum búningi. Það er Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur, sem annazt hefur þýðinguna. Það er mikið vandaverk að þýða svo á íslenzku rit hinna sósíalisku læri- feðra, að vel sé. íslenzka tungu hefur skort orð yfir ýmis fræðileg og heim- spekileg hugtök marxismans, og um mörg hin erlendu orð leikur blær og angan liðinnar sögu, sem erfitt er að r,á í íslenzkri þýðingu. Auk þess voru þeir Marx og Engels snjallir stíluðir, og á það ekki sízt við um Marx. Stíl- brögðin eru margþætt, óvæntar mynd- ir, líkingar og orðaleikir, — stundum er hugsunin tjáð á heimspekimáli hegelismans eða túlkuð með kunnum atvikum eða persónum sagna og sögu — og í og undir logar glóð brennandi sannfæringar og baráttuvilja — „die Leidenschaft des Kopfes" eins og Marx orðaði það. Þessara stílbragða gætir að vísu ekki eins mikið í kommúnista- ávarpinu sem öðrum æskuritum Marx, en Sverrir hefur þýtt ýmislegt upp úr þeim í formálanum. Það er augljóst af þýðingu Sverris, að hann hefur ekki ætlað sér það eitt að þýða efnisinntak ritsins af ná- kvæmni, heldur líka að þræða stílinn, iiá stílbrögðum Marx án þess að slaka á kröfum íslenzkrar tungu. Það er harðsótt glíma og engum hent nema þeim, sem sjálfir eru stílfimir og tekið hafa ástfóstri við málfar þessa andríka og skarpvitra gyðings. En Sverri hefur tekizt þetta — og tekizt vel. Hann hefur auk þessa skrifað for- mála að ritinu og skýringar. Formálinn tekur yfir 82 bls., eða meira en helming bókarinnar. Þar eru raktir meginþætt- irnir í sögu sósíalismans fyrir og eftir daga þeirra Marx og Engels og höfuð- atriðin í hagsmuna- og frelsisbaráttu alþýðunnar. Auk þess er gerð þar grein fyrir æviferli þeirra félaga, aðalinntaki marxismans og þeim þáttaskilum, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.