Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 13
GUNNAR BENEDIKTSSON 219 aðs unglings, sem skildi ekki, að hið eina og sanna réttlæti er fólgið í frelsi hinnar drottnandi stéttar til þess að hafa almúgann að ginningar- fífli sínu. Stefnuskrá Gunnars er því alls ekki neitt sérstakt fyrirbæri og allra sízt á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, því að þá lifði borg- arastéttin í sælli fávizku um það, sem í vændum var. Þá gerðu helztu fulltrúar hennar þær kröfur til sjálfra sín og samtíðar sinnar að upp- ræta hleypidóma, en boða umburðarlyndi og lýðmenntun. íslendingar voru fátæk þjóð og höfðu háð harða sjálfstæðisbaráttu, og oftast stað- ið sameinaðir í henni bæði yfirmenn og undirgefnir, af því að baráttan fyrir landsréttindum var um leið hagsmunabarátta allra stétta í land- inu. Á yfirborðinu virtist ríkja dásamlegt sakleysisástand í íslenzku þjóðlífi og forráðamenn þjóðarinnar voru flestir málsvarar frjálslyndis og réttlætis á öllum sviðum. Þá á auðvaldið ekki marga talsmenn hér á landi. Ágúst H. Bjarnason reisir því níðstöng í riti sínu, Yfirlit yfir sögu mannsandans, Karl Finnbogason í landafræðinni, sem börnum og unglingum var kennd, og Guðmundur Finnbogason berst fyrir mennt- un alþýðunnar. Þá virðist kirkjan meira að segja hafa verið í lifandi snertingu við fólkið og þrár þess, því að Gunnar Benediktsson segir á einum stað: „Það er margt, sem til þess bendir, að aldrei í allri sögu mannkynsins hafi nokkurt ríkisverndað trúarbragðafélag staðið í jafn- innilegu sambandi við dýpstu menningarhræringar þjóðarinnar og bar- izt fyrir þeim af jafnfölskvalausri einlægni og þjóðkirkja íslands á tveimur fyrstu tugum þessarar aldar,“ og Gunnar gekk í þjónustu þessa heimsins undurs. En mannlífið stendur ekki í stað. Þriðji áratugurinn rann upp með kreppum og góðærum, hagsmunaárekstrum og stétta- baráttu. Á styrjaldarárunum hafði fyrsta verulega auðstéttin myndazt á íslandi, og hún krafðist þess, að guð væri í sínum hópi og leikir og lærðir lofuðu sig og vegsömuðu. Þegar svo var komið, skarst lderkur- inn í Saurbæ úr leik. Hann gekk í þjónustu kirkjunnar til þess að sið- bæta fólkið og lina þjáningar þess með fortölum og fyrirbænum, en kemst að raun um, að lýðurinn hefur ekkert slæman mann að geyma, sem þarfnast endurbóta, heldur þjóðfélagsbyggingin. Hún er andlega heilsuspillandi og þarfnast sömu aðgerða og leiguhjallur í fátækra- hverfi. Hann kemst einfaldlega að þeirri staðreynd, „að það skipulags- form, sem átti við framleiðsluhætti 18. aldar og barizt var fyrir að koma í framkvæmd á 19. öld, hlýtur nú með öllu að vera úrelt, jafnvel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.