Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 15
GUNNAR BENEDIKTSSON
221
verið rödd hrópandans í eyðimörkinni, því að ég efast um, að nú geti
ástsælli kennimann á íslandi.
Sem rithöfundur hefur Gunnar Benediktsson verið fjöllyndur eins og
sagt var um Snorra Sturluson. Hann hefur rithöfundarferil sinn sem
sagnaskáld, fyrst í stað hálfrómantískt, en síðar raunsætt í meira lagi.
Skáldsagan Anna Sighvatsdóttir, sem út kom 1929, er sárnöpur ádeila
á ríkjandi þjóðfélag, en með þeirri bók mun Gunnar hafa komizt að
raun um, að söguformið var honum ekki hentugt til þess að hafa áhrif
á fólkið og kenna því að þekkja umhverfi sitt og mannlífið. Hann
hverfur því að miklu leyti frá skáldsagnagerð um leið og hann kveður
prestskapinn, en snýr sér að samningu ævisagna og ritgerða um sam-
tíðarfyrirbæri. Hann kveður þó ekki fagurfræðina að fullu, því að eftir
1940 hefur hann sent frá sér bæði skáldsögu og leikrit. Sem ævisagna-
höfundur hefur hann ekki valið sér smá viðfangsefni, söguhetjur hans
eru Jesús Kristur og Jósef Stalin. Ýmsir höfðu orðið til þess að rita
ævisögur þessara manna úti í hinum mikla heimi á undan Gunnari
Benediktssyni, en hann sættir sig ekki við að þýða neitt af þeim verk-
um á þjóðtungu vora. Gunnar lítur aldrei hlutina gegnum annarra gler,
heldur verður hann að skoða þá eigin sjónum. I bókinni um Stalín
segir hann: „íslendingum verður það ekki nóg að fá æviatriði hans
sögð í íslenzkum orðum, en séð erlendum augum og metin frá erlendu
sjónarmiði. Það þarf að virða hann fyrir sér undir áhrifum íslenzkra
viðhorfa og innan íslenzkra sjónbauga.“ Þetta er hið sígilda viðhorf
öndvegismanna íslenzkrar menningar. Við höfum verið þjóð með sterk-
um sérkennum, af því að ágætustu menningarfrömuðir vorir hafa sam-
þýtt erlend menningarfyrirbæri íslenzkum aðstæðum. Það er ekki fyrr
en á síðustu áratugum, að íslenzk yfirstétt er orðin svo rótslitin, að
hún metur ekki framar vandamálin frá íslenzkum sjónarhóli.
Viðhorf Gunnars, þegar hann ritar um bóndann í Kreml, þennan
mikla oddvita sveitar sinnar, er einn af sterkustu þáttunum í starfi hans
sem rithöfundar. í ræðum sínum og ritgerðum er hann að kenna oss
að þekkja samtíð vora og skýra fyrir oss eðli hennar frá íslenzkum
bæjardyrum séð. Hann er gæddur ríkri siðgæðisvitund þess manns,
sem velur sér kennimannlegt embætti á unga aldri af sannleiksþrá.
Hann telur sig kommúnista, en guðlastar svo gegn fræðum þeirrar
stefnu með því að segja, að sér hafi alla tíð legið mjög í léttu rúmi