Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 27
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA 233 búinn að gleyma röngu forestillingunum, sem Jón okkar Pálsson varaði menn við? Þú ættir þó að þekkja afleiðingar þeirra eftir dauðann.“ Eg held hann hafi haldið áfram að trúa á Valtý. Það var tvennt, sem knúði mig til þessarar langferðar. Krónisk ógleði af kokkamennsku ríkjakokkanna á Vesturlöndum og forvitni á að sjá, hvernig lærisveinum Lao Tse gengi að sjóða sína litlu fiska. Fimm voru boðnir í þennan leiðangur auk mín. Það var ísleifur Högnason framkvæmdarstjóri, Jóhannes skáld úr Kötlum, Skúli Þórð- arson sagnfræðingur, Sophonías Jónsson verkamaður og Nanna Olafs- dóttir bæjarfulltrúi, sem þá dvaldist í Kaupmannahöfn. Jóhannes var útnefndur foringi fararinnar. Nú tóku við óttablandnar hollaleggingar um pestir Asíulanda. Hvaða plágur er líklegt að ráðist á okkur í Kína? Læknar hér í bænum ráðlögðu okkur eindregið að láta bólusetja okkur gegn svartadauða, kóleru, stóruhólu, taugaveiki og paratýfus nr. 1 og nr. 2. En ísleifur sagði: Ég óttast ekki neinar pestir í Kína. Sendiráð Kín- verja í Kaupmannahöfn, sem liafði komið á framfæri heimboðinu, myndi hafa látið okkur vita, ef það teldi þörf á bólusetningu. Þó fór svo, að við breyttum að ráði læknanna og létum bólusetja okkur gegn svartadauða, kóleru, stórubólu, taugaveiki og paratýfus nr. 1 og nr. 2. Á mér fór bólusetningin fram dagana 9. til 17. september, og ég var öðruhverju rúmliggjandi í þessum plágum ofan á annir við undirbún- ing fararinnar. Síðar fengum við að vita sannleikann hjá sendiráðinu: Allar þessar varnaraðgerðir óþarfar nema ef til vildi innspýtingin gegn stóruhólu. Þá var búið að bólusetja helming Kínverja gegn bólunni, og hinn helminginn átti að ljúka við að gera ónæman á næsta ári. ísleifur hafði haft nokkurnveginn rétt fyrir sér. Hann hugsaði sósíal- istiskt. Ég hafði verið efandi, gruggaður af gömlum dreggjum hinnar kapitalistisku siðfræði. Kvöldið áður en við áttum að fara af stað varð ég skyndilega fár- veikur í maganum. Ég taldi það vera pestina ævarandi, sem í ein átta ár hefur perfumerað menningu höfuðstaðarins. Hún var einu sinni kölluð Samsöluveiki. Ég var ýmist í bælinu eða gekk viðþolslaus um gólf eða húkti með uppköstum á kamrinum þangað til klukkan að ganga átta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.