Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 63
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM 269 og skáldskaparnautn sem felst í orðunum „að njóta með lnageyranu“, en það er ekki hlutverk okkar í bili). 1) „Stuðlar . . . verða nauðsyn íslenzku brageyra næstu aldir.“ Allir munu sjá að þetta er í rauninni mystik. Til að setningin væri eitthvað annað en mystik hefði hún orðið að vera t. d. þannig: Stuðlar verða nauðsyn íslenzkum lesendum osfrv. I þessu falli eru væntanlegir les- endur það eina sem kemur málinu við. því að við yrkjum fyrir lifandi menn en ekki fyrir eitthvert abstrakt hugtak eins og íslenzkt brageyra. Hvað er það? Ég er ekki viss um að stór hluti nemenda í gagnfræða- skólum Reykjavíkur mundi finna nokkuð athugavert við rímað kvæði, óstuðlað, sem þeim væri lesið. Og ég held mér sé óhætt að fullyrða að brageyra sé heldur fágætt húsgagn hjá ungu fólki yfirleitt, og mun jafnvel ekki vera eins algengt hjá eldri kynsóðinni og menn virðast álíta. (Ég man t. d. hvað ég varð hissa þegar ég kornst að því að einn vinur minn, hatranrur andstæðingur nútímaljóða vegna frávika þeirra frá hinu gamla forrni — þegar ég komst að því að þessi vinur minn, menntamaður og fræðimaður, hafði ekki vott af brageyra; ég held helzt að hann hafi aldrei heyrt stuðla nefnda). Ég skýri aðeins frá þessu sem staðreynd og get vel samþykkt í fullri einlægni að það sé hryggileg staðreynd, en það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn og ekkert vinnst með því að varpa fram öðrum eins hégóma og: „Stuðlar verða nauðsyn íslenzku brageyra næstu aldir.“ 2) „Óstuðluð Ijóð kann enginn degi lengur.“ Þetta finnst mér í sann- leika sagt dálítið vafasöm fullyrðing og býst ekki við að nein rannsókn hafi farið fram um það efni, en vegna þess að ég tel þetta atriði ekki skipta mjög miklu máli, eins og lesendur munu hrátt sjá, þá eyði ég ekki fleiri orðum að því, heldur set sem svo að fullyrðingin geti staðizt. 3) Þá kem ég að þriðja atriðinu sem telja má höfuðatriði málsins og ég held að megi einfaldlega setja þannig fram þegar búið er að tína umbúðirnar utan af: Ljóð sem menn kunna ekki utan að eru vond, og af því hlýtur að eiga að draga þá ályktun að Ijóð sé því betra sem fleiri kunni það og því betra sem menn rifji það oftar upp (í huganum), Þar með höfum við loksins tommustokk til að nota á ljóð. Ég held nú það sé ekki fullgild sönnun um verðleika ljóðs að menn kunni það utan að. Það er aðeins viss tegund ljóða sem er til þess fallin að læra utan að: söngvar eða söngvakennd ljóð, og á ég þar ekki við söngíe.vía. Eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.