Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 76
282
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um árangri í að spilla og afvegaleiða smekk almennings. Hvergi er fólk
verr statt að þessu leyti en á íslandi, þar sem listræn uppfræðsla æsk-
unnar fer að mestu fram í kvikmyndahúsum, sem sýna lítið annað en
hratið úr skál amerískra kvikmyndaframleiðenda. Um þetta býst ég við
að Eiður Bergmann og hans félagar geti verið sammála. En það er
undarleg mótsögn að jafnframt heimta þeir að listaverk séu gerð fyrir
þennan smekk. Ef til vill gætu þeir svarað því til að smekkur fram-
sækinnar æsku sé annar og betri en smekkur „úrkynjaðra afturhalds-
seggja“. En því miður held ég að lítill hluti jafnvel framsækinna æsku-
manna á íslandi hafi nokkurn listasmekk. Það er hlutverk listamanna
að stuðla að því að sá smekkur skapist.
*
Menn segja um nútímaljóð: Þetta er óskiljanleg þvæla, þið eruð bara
að gera ykkur merkilega með því að raða saman orðum sem ekki eiga
saman, osfrv. Og þegar þeir hafa kveðið upp þennan úrskurð er þeirra
afstaða ráðin í eitt skipti fyrir öll. Hér liggur mikil hætta falin. Ég vil
biðja ykkur, kæru lesendur, hvað sem ykkur kann að vera sagt, að hafa
það í huga að varla nokkurt sæmilegt skáld yrkir myrkt til þess að yrkja
myrkt. Jafnvel ekki surrealistarnir gerðu það. Hins vegar dettur mér
ekki í hug að halda því fram að myrkt kvæði sé tvímælalaust gott
kvæði. Öðru nær. Stundum getur komið fyrir að ekkert er eftir þegar
maður er búinn að brjóta kvæði til mergjar. Þannig er því til dæmis
ekki ósjaldan farið um dróttkvæði, því að þess ber að gæta að ekki að-
eins nútímaskáld liafa ort myrkt. Það er að vísu ergilegt að fá ekkert
fyrir snúð sinn. En ég vil ráðleggja ykkur að hætta á það. Annað væri
ykkur ekki samboðið, arfþegum íslenzkra bókmennta. Islenzkar bók-
menntir úa og grúa af þessum myrku kvæðum. En hvílíkar gersemar
eignast ekki sá maður sem nennir að brjótast gegnum t. d. Völundar-
kviðu, kvæði Gríms Thomsens. Ég hygg að íslenzkir lesendur sem
þekkja bókmenntir okkar meira en á yfirborðinu ættu að standa mun
betur að vígi gagnvart nútímaljóðum en erlendir, vegna þessara sér-
kenna bókmennta okkar.
I öðru lagi er þessi óskiljanleiki oft ekki annað en þjóðsaga: það er
nú einu sinni viðurkenndur „sannleikur“ að nútímaljóð séu óskiljanleg
og þá skulu þau vera það hvað sem tautar og raular. En oft eru þau í