Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 76
282 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um árangri í að spilla og afvegaleiða smekk almennings. Hvergi er fólk verr statt að þessu leyti en á íslandi, þar sem listræn uppfræðsla æsk- unnar fer að mestu fram í kvikmyndahúsum, sem sýna lítið annað en hratið úr skál amerískra kvikmyndaframleiðenda. Um þetta býst ég við að Eiður Bergmann og hans félagar geti verið sammála. En það er undarleg mótsögn að jafnframt heimta þeir að listaverk séu gerð fyrir þennan smekk. Ef til vill gætu þeir svarað því til að smekkur fram- sækinnar æsku sé annar og betri en smekkur „úrkynjaðra afturhalds- seggja“. En því miður held ég að lítill hluti jafnvel framsækinna æsku- manna á íslandi hafi nokkurn listasmekk. Það er hlutverk listamanna að stuðla að því að sá smekkur skapist. * Menn segja um nútímaljóð: Þetta er óskiljanleg þvæla, þið eruð bara að gera ykkur merkilega með því að raða saman orðum sem ekki eiga saman, osfrv. Og þegar þeir hafa kveðið upp þennan úrskurð er þeirra afstaða ráðin í eitt skipti fyrir öll. Hér liggur mikil hætta falin. Ég vil biðja ykkur, kæru lesendur, hvað sem ykkur kann að vera sagt, að hafa það í huga að varla nokkurt sæmilegt skáld yrkir myrkt til þess að yrkja myrkt. Jafnvel ekki surrealistarnir gerðu það. Hins vegar dettur mér ekki í hug að halda því fram að myrkt kvæði sé tvímælalaust gott kvæði. Öðru nær. Stundum getur komið fyrir að ekkert er eftir þegar maður er búinn að brjóta kvæði til mergjar. Þannig er því til dæmis ekki ósjaldan farið um dróttkvæði, því að þess ber að gæta að ekki að- eins nútímaskáld liafa ort myrkt. Það er að vísu ergilegt að fá ekkert fyrir snúð sinn. En ég vil ráðleggja ykkur að hætta á það. Annað væri ykkur ekki samboðið, arfþegum íslenzkra bókmennta. Islenzkar bók- menntir úa og grúa af þessum myrku kvæðum. En hvílíkar gersemar eignast ekki sá maður sem nennir að brjótast gegnum t. d. Völundar- kviðu, kvæði Gríms Thomsens. Ég hygg að íslenzkir lesendur sem þekkja bókmenntir okkar meira en á yfirborðinu ættu að standa mun betur að vígi gagnvart nútímaljóðum en erlendir, vegna þessara sér- kenna bókmennta okkar. I öðru lagi er þessi óskiljanleiki oft ekki annað en þjóðsaga: það er nú einu sinni viðurkenndur „sannleikur“ að nútímaljóð séu óskiljanleg og þá skulu þau vera það hvað sem tautar og raular. En oft eru þau í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.