Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 78
284 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR deilunni um hið ytra form. Sköimnu eftir að bók mín Ljóð 1947—1951 kom út fékk ég bréf þar sem í stóðu þessi orð: . . stundum er ég ekki viss um muninn á kvæði og smásögu, hver er munurinn?” Eg hefði átt að svara þessu þannig: „Ef þú hefur ekki gleymt því hvort þú varst að lesa kvæði eða smásögur meðan þú last bókina þá er hún ekki þess virði að þú brjótir heilann um hvort í henni séu kvæði eða smásögur.“ Paul la Cour segir: „Ekkert virðist mér mikilvœgara á þessum tímum en að greiua milli kvœðisins sem samsajns bókmenntalegra venja og skáldskaparins. I rás aldanna haja menn búið til nokkrar reglur í skáldskap og lialdið, að með því hafi þeir jundið, að vísu ekki liið eina, heldur liið varanlegasta form málsbyggingar með því hlutverki að túlka skáldlega reynslu. Sú trú, að rím og hrynjandi í sjáljum sér eigi mikið mótstöðuajl gegn tímanum, virðist mér vera einber blekking. Kínversk smáljóð í óbundnu máli liaja lijað af allar breytingar engu verr en marmara- sonnettur, vegna þess að hœjni þeirra til að túlka skáldlega reynslu var ekki minni. Þá endingu, sem við höjum leilazt við að tryggja með vtri mnemotekniskri tœkni, hafa þessi Ijóð síðar tryggt með andríkari liœtti, með samþjöppun. Urvalið sem öll andleg starfsemi er komin undir, er í þeim gert til hins ýtrasta. Allt er höjuðatriði. Þessvegna er allt létt í þeim eins og ilmblœr,“1 Ég vildi gera orð hans að mínum. Ef skáldi tekst að skapa nýjan veruleika, ef við skynjum með því stórkostleik lífsins, þá má hver sem er mín vegna kalla ramma þessa veruleika kvæði, smásögu, skáldsögu, leikrit eða ritgerð. En reyndar er ein höfuðröksemd fólks gegn óbundnum ljóðum sú að þau skuli kölluð Ijóð. Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur mig tali undir húsvegg hvert skipti sem hann er í landi og hellir yfir mig úr skálum reiði sinnar út af hugtakafölsunum mínum og kunningja minna. Hann er mikill vexti og hefur mikla rödd og liggur mikið á, svo ég kem engu að. Ég hef reynt að segja honum eftirfarandi: 1) Ef þú vilt ekki kalla óbundin ljóð ljóð, þá máttu gjarnan líta á þau sem eitthvert annað bók- menntafyrirbrigði. Sjálfum finnst mér ekkert athugavert við að kalla t. d. Ljóðaljóðin Ijóð eða Sönginn í brjósti mínu eftir Anonymus 1 Fragmenter af en Dagbog, bls. 13.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.