Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 46
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að haldi meðfædd rótfesta og dómgreind, en einnig sú kjölfesta, sem
hann hafði fengið við háskólann í Granada: þekking á sígildum spænsk-
um bókmenntum, grískum gullaldarritum, þjóðlegri tónlist, þjóðkvæð-
um, -dönsum og -sögnum. Hann gat því kafað hinn nýja sjó og sótt í
hann allt, sem fengur var að, án ótta um að flækjast í öllu því rótlausa
þangi, sem þar var á reki.
García Lorca dvaldist í Madrid næstu 10 ár, en var þó alltaf heima í
Granada öðru hverju; — þessar tvær borgir urðu héðan í frá „heims-
skautin í lifi hans“, eins og sænska skáldið Artur Lundkvist hefur komizt
að orði. Urðu þessi ár frjóasta tímabil ævi hans. Hann lagði meginrækt
við ljóðlistina, en auðgaði ljóðlistargáfu sína með iðkun annarra list-
greina. Hann birti næstum ekkert af ljóðum á þessum árum — aðeins
einstaka kvæði í tímaritum, stundum með ára-millibili. Orsökin er sú,
að ljóðin voru ekki ætluð til birtingar. J. P. Trend gefur skýringu á þessu
í ritdómi um fyrstu ljóðabók García Lorca: „í því horni Evrópu, sem
alið hefur skáld þetta, eru ljóð „leikin“ eins og tónlist. Þau eru lesin eða
sungin úti í trjágörðum á sumarkvöldum .. . þetta verður að hafa í
huga, þegar ljóð García Lorca eru lesin: þau eru tónsmíðar að öðrum
þætti; hið prentaða orð er aðeins hluti ljóðsins ...“
Þetta á við um ljóð García Lorca fremur en flestra annarra höfunda,
einkum þau, sem hann orti fyrstu 5 árin í Madrid. Hann var þá „syngj-
andi skáld“, samdi oft lög við Ijóð sín og „lék“ þau eða söng með píanó-
eða gítarundirleik fyrir vini sína. Hann vissi, að þessar „impróvísasjón-
ir“ gátu ekki notið sín á prenti og hirti því ekki um að gefa þær út. En
Ijóð hans komust greiðlega á kreik fyrir því. Þau bárust út frá kunn-
ingjahópnum, og sjómenn, bændur og borgarlýður hentu þau á lofti, svo
að þau voru sungin um landið þvert og endilangt löngu áður en nafn
höfundarins var þekkt nema í fámennum hópi menntamanna. Hefðu ljóð
hans aldrei verið gefin út, væru þau nú talin þjóðkvæði.
Árið 1920 var fyrsta leikrit hans, „Táljiðrildið“ (E1
maleficio de mariposa), sýnt í leikhúsinu Eslava í
Madrid. Þetta var táknrænn ljóðleikur — aðalpersónur fiðrildi og
kakkalakkar; það var með mörgum svipuðum einkennum og ljóð hans
um þessar mundir, tilraunir með ýmiss konar stíl og áhrif frá ýmsum
stefnum, sem hann var að „stúdera“. Leikritið sýnir ljóslega hin nánu
tengsl ljóða hans og Ieikrita, sem héldust jafnan á síðan — þessar tvær
Fyrsta leikritið