Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 87
OPIÐ LAND • LOKUÐ MENNING
77
sætið, af þeirri ástæðu, að hún er næst okkur, af því að hún er okkur
kærust? Getum við skilið og metið aðrar þjóðir á sama hátt og okkar
eigin þjóð?
Því getur sannarlega virzt ófært verk að ætla sér að skilja og skil-
greina menningu. Sennilega erum við dæmd til þess að búa einungis
við hana án þess að þekkja hana. Hvað sem því líður verðum við
samt að gera tilraun til hlutleysis og örlítils víðsýnis. Ekki þarf mikla
skarpskyggni til að sjá, að undir því er framtíð menningar okkar að
miklu leyti komin. Við getum hughreyst okkur við það (sé slíkt þá
nokkur hughreysting), að öll verk mannanna fæðast og deyja undir
merki efans. Engri spurningu verður til hlítar svarað. Allt okkar starf
eru einungis frumdrög, sem við reynum að fága og bæta eftir beztu
getu . . . án þess að því verði nokkurn tíma lokið.
Þegar fólk býr í beinu eða óbeinu sambandi hvert við annað, nálgast
sjónarmið þess og lífsviðhorf. Það verður fyrir gagnkvæmum áhrifum,
þannig að oft er erfitt að greina í hve ríkum mæli maðurinn er gefandi
eða þiggjandi. Það sem við oft álítum koma frá okkur sjálfum, eiga
upptök sín í hugsun okkar, er ekki annað en ný útgáfa af gamalkunnu
stefi. Hugsanalíf þjóðarinnar gengur í hring og sá hringur dregst ýmist
saman eða víkkar. Menning er því í vissum skilningi kjarni skoðana og
lífsviðhorfa, sem hafa þjappazt saman, sorfizt og fágazt af snertingunni
og tekið á sig svipaðan blæ. Þjóðmenning er heild þeirra sérkenna,
sem sameiginleg eru öllum þegnum tiltekinnar þjóðar; leiðarhnoða, sem
hefur tekið ákveðna stefnu og rennur urn ómælisvegu tímans. En eins
og persónugerð hvers einstaks manns er spunnin úr tveim þáttum, —
því sem honum er eðlislægt og því sem umhverfið lætur honum í té, —
eins er menningin bæði háð hugarfari þegna sinna og hverfulleik ytri
aðstæðna. Hún á í sífelldri leit að jafnvægi milli þessara tveggja þátta.
Hún er tilraun til aðlögunar milli hugmynda og veruleika. Þess vegna
hlýtur hver menning að vera að einhverju leyti sveigjanleg: ein gerð
(struktur) tekur við af annarri; hún hvarflar frá einni jafnvægisstöðu
til hinnar, stöðugt í leit að haldbetri aðlögun.
Ein spurning er þó flestum efst í huga, þegar reynt er að skilja eðli
menningar: Hvernig er hægt að dæma um gildi hennar? Þessi spurning