Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 88
78 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leiðir af sér aðrar: Getum við borið saman menningu ýmissa þjóða og skipað þeim niður eftir gildi? Hver er mælikvarðinn? Vissulega er spurningin örðug viðureignar, eins og drepið var á í upphafi. Enginn getur sagt um, hvort sé fegurra miðnætursól eða tindr- andi norðurljós, — gotnesk kirkja eða Hómerskvæði. 011 þessi atriði vekja hjá mönnum tilfinningar, geðhrif. Það eina, sem hver einstakur maður getur fullyrt, er að eitt þessara fyrirbæra hafi veitt honum meiri sálræna fullnægju en annað. En sá dómur er huglægur (subjek- tíjur) og fjarri því að vera hlutlaus og algildur. Enda þótt allir menn væru sammála um, að sama menning eða sama menningaratriði veitti þeim mesta gleði og hamingju allra, breytir það engu um hlutdrægni úrskurðarins. Spurningunni um gildi menningar verður því aðeins svarað, að við liöfum fundið hlutlausan, objektífan mælikvarða, sem ekki er afleiðing geðhrifa eða „smekks“. Sé ekki unnt að finna þennan mælikvarða, við- urkennum við, að öll menning sé góð og gild, svo fremi að hún full- nægi þörfum þegna sinna. En þó að sumir haldi ef til vill þeirri skoð- un á loft og vafalaust af einhverju réttmæti, er það röng notkun orðs- ins menning eins og það er almennt skilið. Menning — ómenning er miklu meira en „háttur að lifa“. Hvað er annars átt við með því að segja að menning „fullnægi þörf- um“? Ef hún fullnægir einhverjum þörfum, vekur hún engu síður aðr- ar. Fæstar þarfir nútímans eru arfgengar, flestar eru þær beint afkvæmi menningar hans. Ef til vill er unnt að meta gildi menningar eftir varanleik hennar, líf- væni hennar, hæfni hennar að halda ætíð sömu stefnu. En hægt er að lifa lengi og lifa við skömm. Langlífið eitt segir ekkert um gildi lífsins, siðferðisþroska þess, hæð þess. — Stefnufesta menningarinnar fræðir heldur á engan hátt um réttmæti stefnunnar. Mælikvarðinn þarf að ná yfir allar víddir menningarinnar: ekki einungis lengd hennar, heldur og hæð og breidd. Þegar ég skrifa þessar línur, finn ég, hversu erfitt er að láta ekki hlutdræg sjónarmið villa sér sýn. Hvers vegna leitast ég við að finna úrræði til að meta gildi menningar? Er það ekki af því, að ég sem einstaklingur vil finna ákveðnum sjónarmiðum hlutgeng rök? Hvað er menning án mannúðar? Hvað er hún án listar, sem við getum notið?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.