Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 112
102 TÍMARTT MÁLS OG MENNINGAR síðar, að’ leiðir skiljast fyrir alvöru með höfðingjavaldi og kirkjuvaldi á íslandi, og raunar hefst gullöld kirkjuvaldsins hér á landi eftir að völdum kaþólsku kirkjunnar er tekið að hnigna úti í Ev- rópu. Björn ræðir í lok ritsins um það, hvað valdið hafi hruni þjóðveldisins á íslandi og því, að þjóðin komst undir erlent vald. Hér er um að ræða einhverja ör- lagaríkustu atburði íslenzkrar sögu, og hætt er við, að menn verði ekki í bráðina að öllu leyti á eitt sáttir um þetta mál. Það hefur verið skoðun margra sagn- fræðinga, að missir hins pólitíska frels- is hafi siglt í kjölfar ósjálfstæðis í sigl- ingum og utanríkisverzlun. íslendingar hafi ekki átt neinn kaupskipaflota til að halda uppi siglingum til annarra landa og verið þar upp á Norðmenn komnir, sem hafi náð kverkataki á íslendingum á verzlunarsviðinu. Hafi þetta leitt til þess, að hið upprennandi norska kon- ungsvald, sem einmitt um þessar mundir var oftast í bandalagi við norsku kirkj- una, hafi fyrr eða síðar hlotið að ná fs- landi undir sig. Björn gerir minna úr þessu, en oftast hefur verið gert fram til þessa, hann telur utanríkisverzlun fs- lendinga hafa verið mjög litla um þetta leyti, og að þeir hafi verið sjálfum sér nógir í flestum efnum. Hins vegar hafi íslenzku höfðingjarnir vanrækt að skapa sér það ríkisvald, sem íslenzka þjóðveld- ið þarfnaðist á því þróunarstigi, sem það þá var statt, en fleygt sér í staðinn í faðm Noregskonungs. Sennilegt er, að ýmsir verði Birni ekki að öllu leyti sam- mála um þessi atriði. Um þetta bil mið- alda var varla til önnur pólitísk teóría í Evrópu en kenningin um teókratíið, hinu veraldlega ríki bæri að stjórna að guðslögum, og skylda hins veraldlega valds væri að reyna að skapa guðsríki á jörðu. Það er fyrst borgarastétt renais- sancetímans, sem reynir að nýju að skapa pólitísk fræðikerfi á veraldlegum og raunsæjum grundvelli. Hugtök eins og ríkisvald og framkvæmdarvald voru gersamlega framandi íslenzku höfð- ingjastéttinni á 13. öld, þau mótast ekki að neinu ráði fyrr en rúmum fjórum öldum síðar. Við megum því ekki gera ráð fyrir skýrri pólitískri hugsun í nú- tímaskilningi hjá mönnum þessa tíma- bils. Og um þjóðernistilfinningu í nú- tímaskilningi var heldur ekki að ræða um þessar mundir, hún mótast ekki til neinnar hlítar fyrr en með rómantíkinni. Það voru skyldurnar við heilaga kirkju og svo lénsdrottin, sem öll áherzla var lögð á á þessum öldum, en ekki á þjóð- erni, tungu og sjálfstæði þjóða eins og nú á dögum. Með þessu vil ég síður en svo reyna að hvítþvo höfðingja Sturl- ungaaldar, þeirra sök er eflaust mikil, en varast verður að leggja nútímamæli- kvarða á þessa fjarlægu öld. Og Bjöm kemur hér fram með ný sjónarmið á við- fangsefni, sem sjálfsagt á eftir að valda sagnfræðingum heilabrotum enn um langt skeið. Rit Bjöms er í senn stórfróðlegt og bráðskemmtilegt aflestrar, og enginn, sem áhuga hefur á íslenzkri sagnfræði getur leyft sér að ganga fram hjá því. Nú er ég að vona, að Björn haldi áfram og láti okkur næst heyra eitthvað um hinar myrku aldir íslandssögunnar, 14. og 15. öldina, þar sem heimildimar em mjög í brotum. Vitað er, að hann hefur kynnt sér verzlunarsögu íslendinga á þessum öldum alveg sérstaklega og hann hefur sjálfsagt hug á að glíma við hin mörgu torleystu vandamál þess tímabils. Ég vona, að hann láti ekki hér staðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.