Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 8
118 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íng í að setjast niður í makindum og skoða á sér naflann; en það er altaf gaman að góðri sögu, ekki síst þegar stormurinn bylur á þekjunni. Síðan, þegar lygnir, og sólskinið eflir marga bláa liti, þá verðum vér skáldlegir í bili. Og með því ég er íslenskur sagnamaður, altaf að bisa við áþreifanlegar myndir í huganum, þá ætla ég ekki að koma hér fram sem heimspekíngur, •— og því síður sem spámaður. En þó maður sé ekki heimspekíngur verður samt að liggja einhver skynsemisgrundvöllur jafnvel að tilveru sagnamanns, og því er það, eins- og ég sagði í upphafi, ekki nema sanngjarnt að lesendur hans hér og hvar í heiminum kalli hann fyrir sig einstöku sinnum til að spyrja um þenn- an skynsemisgrundvöll. Nokkru eftir að það spurðist að ég mundi koma á fund vina minna á Norðurlöndum, voru mér tjáð úr blöðum þau tíð- indi að ætlun mín væri að halda hér fyrirlestra um friðarmál og deilu austurs og vesturs. í fyrstu hugði ég að eftilvill væri í fregn þessari falin nokkur vísbendíng til mín, en þegar ég fór að hugsa mig betur um, þá virtist mér sem naumast gæti meira örþrifaráð en fara að þvæla um pólitík; að þvæla um pólitík er eftilvill eitt af því fáa sem er enn auðveld- ara en lala um veðrið. Sem betur fer mun líka óvíða vera sá hörgull á pólitískum bollaleggíngamönnum að nauðsyn þyki að gera boð eftir slíkum öndum úr öðrum löndum. Samt sem áður er það rétt hugsað að ef nú á að stofna enn til heims- styrjaldar, og ef til stendur að uppræta mikinn hluta mannkynsins, og ef allar borgir á stærð við Osló og þaðanaf stærri eiga að mást út, „aus- radiert werden“, einsog það var kallað fyrir skemstu, snertir málið ekki þá menn eina sem eiga heima hér í Osló, heldur er það mál sem einnig snertir íslenskan sagnamann. Ef hamíngjan verður valdamönnum heims- ins hliðholl að því er snertir þessar ágætu spreingjur, þá kynni svo að fara að ég misti mestallan lesendahóp minn, að minstakosti þann hluta hans sem hefur til að bera mentun og gáfur, það fólk sem á heima í menníngarborgum, og þeir einu lesendur sem ég sæti uppi með væru nokkrir sveitamenn í afdölum, aðeins í meðallagi gáfaðir, að ógleymd- um þeim soldátaræflum sem munu húka í landamæravirkjunum með for- sögulegan byssuhólk við kinn sér, án þess að koma auga á nokkurn til að skjóta; því það verður ekki leingur til í heiminum neinn óvinur sem sé svo lángt á eftir tímanum að hann fari að taka sig upp í hergaungu yfir landamæri. Og bæði hinir heimsku soldátar og hinir afskektu hænd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.