Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 20
130 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lægra flokki; slík skiftíng veraldar í fyrsta og annan flokk hefur oft og tíðum leitt til afneitunar á veruleikanum í list. Hér hefur ráðstjórnarlistin reynt að finna hið gullna meðalhóf: hug- ■sjónakenda raunsæisstefnu. Þessi list kappkostar oft að sýna hvernig á að gera annars flokks veruleika að fyrsta flokks veruleika, og hún leitast við að gleyma aldrei rökþróuninni. í augum fjölda manna er ráðstjórn- arlist og ráðstjórnarbókmentir hugsjónastefnur; áþreifanlegt dæmi um slíka hugsjónastefnu var kenníng sú, og tilraunir í samræmi við hana, sem beindist að sköpun átakalausra sjónleika, kenníngin grundvallaðist á því hugsæa samfélagi þar sem andstæð öfl eru ekki leingur til og all- ir menn eru vinir; það er ljóst að slík leikritagerð stefnir að afneitun veruleikans, enda hefur hún nú lagst niður í Ráðstjórnarríkjum. Ást manna á hugsæilegu formi kemur einnig skýrt fram í myndhöggvaralist og byggíngarlist Ráðstjórnarríkja. Ég efast ekki um að bæði í bókment- um og listum hefur þessi návist hugsjónarinnar í listsköpun haft mikið uppeldisgildi hjá þjóðum Ráðstjórnarríkja, alveg á sama hátt og hinar hugsjónakendu íslensku sagnbókmentir ólu oss íslendínga upp á sínum tíma, og uppbyggja oss enn í dag. Hetjubókmentir reistar á hugsjón sósíalismans hafa svarað bráðri þörf í hinu únga ríki byltíngarinnar; í því umhverfi þar sem þessar bókmentir urðu til hefur bæði verið nauð- syn á þeim og skilníngur; og í áhrifum sínum á fólk það sem þessar bók- mentir voru ætlaðar, hefur sannast að þær voru raunhæfar. Raunhæf er sú list sem skilst og þörf er á og krafa um i einhverjum sérstökum hópi manna. 011 list er raunhæf í augum þeirra manna sem skilja hana eða njóta hennar eða telja sig á einhvern hátt uppbygða af henni — þó að hún sé að meira eða minna leyti tómt rugl í augum ann- arra manna. Hjá oss á Islandi er til sérstaklega flókin og útsmogin vísnagerð, ferskeytlan; öll þjóðin hefur ánægju af ferskeytlunni, en það er erfitt að útskýra gildi hennar fyrir útlendíngum af því að sérkenni hennar eru svo bundin túngunni: sum afbrigði ferskeytlunnar má lesa afturábak, önnur er hægt að fara með á 48 mismunandi vegu með því að breyta sæti orðanna, og altaf heldur vísan einhverja merkíngu þó sú merkíng sé ekki ævinlega mikill vísdómur. Ýmis smágerðustu sérkenni málsins hafa eignast samastað í ferskeytlum af þessari formbundnu gerð; nokkrar skáldlegustu hugsanir samanlagðra bókmenta vorra hafa einnig verið greyptar í þessar harðrímuðu stökur; öll sæmileg skáld á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.