Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 12
122 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR: meðal fólks; hörmulegt til þess að vita að fólk skuli freistast til að hlýða á öskrin í stríðsæsíngamönnum heldur en leggja eyrun við mildum radd- hlæ menníngarfrömuða; fólk skuli láta sér gott þykja að taka við dag- legri hýðíngu með sporðdreka af hendi heiftúðugra stjórnmálamannai í þeirri vissu að það sem vesalir menníngarfrömuðir kunni að mjæmta muni aungu fá áorkað um það hver forlög því verði ráðin. Á hinn bóg- inn er því ekki að neita, menníngarfrömuðirnir eru reyndar helsti sagna- fáir á vorum tímum — því miður. Þeir eru sagnafáir — og því fer sem fer. Þeir láta stjórnmálamönnum' og hershöfðíngjum orðið eftir — það orð sem var köllun þeirra og skylda, en þegja sjálfir þunnu hljóði, ellegar skreiðast útí horn og setja þar saman nokkrar einkahugleiðíngar um hina sorglegu nauðsyn þess að gánga út og deya. Þannig er vanmat lesendanna sjálfra á orðsins mönn- um ekki höfuðorsök þess hve mjög hefur dregið úr áhrifum þeirra á vor- um dögum, heldur vanmat þeirra á sjálfum sér og köllun sinni sem full- trúar menníngar og rödd þjóða. Þess eru altof mörg dæmi að andans menn á vorum dögum láti stjórnmálamenn hræða sig. I stað þess að fylgja hinu gamla heilræði Goethes: „greif hinein ins volle Menschen- leben“ hafa þeir annaðhvort hætt við að neyta þess afls sem orðið býr yfir, vegna þess þeir eru lentir í einhverri botnholu í stjórnmálum, elleg- ar þeir hafa gerst búðsetumenn í fílabeinsturninum. Skáld og rithöfund- ar reyna margir hverjir að gánga eftir hljóðfalli stjórnmálamanna með því að gerast boðberar alskonar svartsýniskennínga, og á þetta einkunv við hér vestra. Tillag þeirra til menníngar er ofoft einhverskonar ófrjó- ar vángaveltur sem eiga að sanna fullkomið tilgángsleysi allra hluta, og túlka mannlegt líf sem einhverskonar böl í sjálfu sér eða jafnvel slys; þeir gánga á hönd nokkurskonar dauðadýrkun sem fær útrás í mjög tor- skiljanlegri og grámuggulegri lífhræðslu með tilheyrilegum ángistaróp- um; og virðist skáldskapur af þessu tagi vera samanskrifaður í því einu' skyni að þægjast sérstökum stjórnmálamönnum og fá fólk til þess að játast í örvæntíngu undir morðhótanir þeirra einsog þar væri um að ræða skýlaust boðorð. Augljóst er að andleg afstaða af því tagi sem ég nú hef lýst er of nei- kvæð til þess að geta orðið grundvöllur nokkurra umtalsverðra bók- menta; hugarfar sem afneitar lífinu sjálfu hlýtur að hafa fyrirfram lam- andi áhrif á sérhverja listræna tilraun, bera upplausn og tæríngu í rót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.