Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 69
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 179 er eyddi ævi sinni í Rupertbeig hjá Bingen. Sú tilraun var mörgum öld- um á undan samtíð sinni, því að Hildigerður þessi gerði mál sitt þannig úr garði, að það var ritað með venjulegum bókstöfum eins og hvert ann- að mál, en annars áttu tilraunir manna til að búa til alþjóðamál það sameiginlegt fram eftir öllum öldum, að höfundar þeirra hugsuðu sér þau aðeins sem ritmál, eins konar myndamál, táknmál, en ekki talmál. En engin þessara tilrauna bar hinn minnsta árangur. Það var ekki fyrr en á 17. öld, að dálítill skriður fór að komast á þetta og tilraunir manna í þessa átt urðu markvissari. Franski heimspekingurinn René Descartes sagði t. d. í bréfi 1629, að það hlyti að vera mögulegt að skapa frá grunni fullkomið alþjóðamál og segir í því sambandi: „Það mál yrði að hafa aðeins eina beygingu sagna og fallorða og orðmyndun. Þar mættu alls ekki vera ófullkomnar né óreglulegar orðmyndir. Sagnbeygingar og orðmyndun yrði að vera með viðskeytum eða forskeytum, sem bætt væri við orðstofninn.“ Þrátt fyrir þessar skýru hugmyndir sínar taldi Descartes að alþjóðamálið yrði að vera byggt upp sem líkast rökfræðiþrautum, þ. e. að vera kerfi þar sem unnt væri að koma fyrir öllum hugsunum eða hugmyndum á svipaðan hátt og hægt er að koma öllum tölunum fyrir í talnakerfinu. Nokkuð svipaðar hugmyndir hafði þýzki heimspekingurinn Leibnitz, en hann taldi, að allar hugmyndir væru samsettar af hugsanaeindum eða frum- hugsunum, á sama hátt og háar tölur eru oft samsettar af frumtölum, en um alþjóðamál hugsaði hann og ritaði mikið. Það hefur enn ekki allt verið prentað, fyrr en þá á síðustu árum. Tékkneski heimspekingurinn Jan Amos Komensky (Comenius) lýsti því í riti sínu Via lucis (Vegi ljóssins), 1641, hvernig umhorfs yrði í heiminum, þegar allir menn not- uðu eitt og sama tungumál, sem yrði að sjálfsögðu miklu auðveldara og auðlærðara en þjóðtungurnar. Margir fleiri rithöfundar rituðu um þetta efni, og sumir komu fram með ákveðnar tillögur um alþjóðamálið. Aðalókosturinn við allar þessar tillögur var þó jafnan hinn sami: hversu lítið tillit var tekið til lifandi tungna Og reynslunnar af þeim. Það atriði beið 19. aldar manna. Sumar þessar tillögur voru á þann veg, að nota átti sérstakar orða- bækur og eins konar dulmálslykla. Ef ég t. d. vildi eftir þessari aðferð skrifa bréf til Indlands, leita ég fyrst í íslenzku orðabókinni hvaða númer þetta orð hefur, sem ég ætla að skrifa. Ég skrifa síðan númerið í bréfið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.