Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 38
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þýðingarmikið stöðvaðist með djúpum sársauka innst í honum sjálfum. Hann fann blóðið þjóta fram í kinnar sér með svo þungum niði, að hann verkjaði í höfuðið; og hvernig sem hann reyndi, gat hann ekki hætt að stara, það var eins og tillit hans væri neglt við þennan eina stað. Hann sá, að hönd hennar hvíldi á handarbaki forstjórans, sá fingur hennar sveigjast undir lófa hans, iðandi kvika, langa og mjóa líkt og orma í grasi. Það var eins og eitthvað herptist saman í brjósti hans, eitt- hvað sem líktist þrýstingi eða sárum, kveljandi bruna. Aldrei fyrr hafði hann séð þennan svip á andliti hennar, þetta undar- lega samband gleði og sársauka, aldrei þessa litríku, biðjandi fegurð í sægrænum augum hennar. Og þessi stund var honum eilíf og óskiljan- lega kvalafull. Allt í einu, og mjög hranalega, kippti forstjórinn að sér hendinni, og leit undrandi á hana. Andartak var svipur hennar bjartur og lýsandi, en snögglega var sem eitthvað færi úr skorðum, og yfir andlit hennar lagð- ist köld og dauð gríma. Meðan þetta gerðist, hafði tíminn staðið kyrr og verið sem strengdur þráður. En nú, einmitt á þessari stund, fannst honum mildur friður hvíla yfir öllu. Hægt og hljóðlega í djúpu, hlýju myrkri, var sem eitt- hvað rynni af stað að nýju. Og þessi dimmi straumur fyllti huga hans einlægu þakklæti og sárri meðaumkun. Þess vegna stóð hann á fætur. gekk til hennar, og sagði eins blítt og hann gat: — Ég skal skila flöskunni fyrir þig, fyrst hún er tóm. Og hann seildist að borðinu, eins og hann ætlaði að gera þetta án fleiri orða. Þá leit hún á hann, og augu hennar loguðu í trylltum ofsa. — Láttu hana vera! hvæsti hún. Hann hrökk við, og stóð náfölur fyrir framan hana. Hún starði á hann, hann fann, að augu hennar skoðuðu hann, þukl- uðu líkama hans með blygðunarlausri lítilsvirðingu. Skyndilega var sem eitthvað brysti innst inni, sár og djúpur strengur, en í staðinn fann hann til undarlegs kulda, og upp í huga hans kom lítill, hlæjandi djöfull, sem laut yfir skrifborðið hennar, og hvíslaði: — Veiðibjalla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.