Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 40
JÓNAS ÁRNASON: Þrír á báti „Móri er kominn í mótorinn,“ sagði Pétur Hoffmann Salómonsson. Hann stóð við trillu sína vestur í Selsvör klæddur háum gúmmístígvél- um og hafði brett upp. Þetta var á tíunda tímanum hinn 16. júlí að morgni, léttskýjað loft og logn á sjó. Pétur var að fara út að vitja um hrognkelsanet og hafði boðið mér með. Hann ætlaði líka að leggja nýja trossu sem komin var um borð í bátinn. En áður en ýtt yrði fram vildi hann prófa vélina, og hún fékkst sem sé ekki til að fara í gang. „Já, um það er engum blöðum að fletta,“ sagði Pétur, „Móri er kom- inn í mótorinn; og ekki aldeilis í göfugum tilgangi, enda hefur hann alltaf verið á móti nýsköpuninni. Kann þó vera að hann hafi ekki sjálfur átt frumkvæðið að þessu.“ Uppi á klöppunum sunnanmegin vararinnar stóð maður í svörtum jakka og gerði að grásleppu. Pétur kallaði til hans: „Þú munt þykjast öruggur um að verða mér meiri í afla á þessum hlíða degi, er þú hefur sent einkavin þinn og bátsfélaga í mótor minn og lætur hann mynda þar bensínstíflu. Þó er hitt líklegra að fjándi þessi óski þess áður en lýkur að hann hefði aldrei gletzt við Pétur Salómons- son.“ En maðurinn lét sem hann heyrði þetta ekki. „Hann sér ofsjónum yfir aflasæld minni,“ sagði Pétur við mig, en þó svo hátt að vel hlaut að heyrast þangað sem maðurinn stóð. „Þetta er fiskifæla og illviðrakráka. Reyndar hefur honum tekizt að urga upp nokkrum lónakútum og fáeinum grásleppuræflum, en það var ekki fyrr en hann hafði gert samning við ónefndan aðila og selt honum sál sína, þú skilur. Enda sérðu að hann snýr grásleppunni öfugt og flakar hana ranghendis.11 — Og nú tók ég eftir því að maðurinn hlaut að vera örv- hentur, því að hann beitti hnífnum með vinstri hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.