Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 51
SIGURD HOEL : Stjarnan Nóttin var niðdimm. Lágt á austurlofti mátti eygja daufan bjarma, þar sem tunglið var falið bak við skýjaþykkni. Hvergi sást stjarna. Lág- skýjað var og gekk á með úrsvölum regnhryðjum. Dálítill hópur ferðamanna mjakaðist hægt eftir veginum. í farar- broddi voru þrír menn. Spölkorn að baki þeim komu aðrir þrír og teymdi hver sína ösnu undir þungum klyfjum. Það skvampaði í forinni á veginum undan fótum asna og manna. Mennirnir þrír í fararbroddi skiptust einstöku sinnum á nokkrum orðum. A málrómi þeirar mátti heyra, að þeir höfðu gengið lengi og voru orðnir þreyttir. Einn þeirra sagði: — Hann er alltaf að verða lágskýjaðri og þungbúnari. Það rignir sjálfsagt i alla nótt. Enga stjörnu að sjá. Við ættum að setjast að. Eftir nokkra þögn svaraði annar hinna: — Mér sýnist bjarminn af tunglinu vera heldur að aukast. Svo getur farið, að hann heiði af sér. Og það er illskárra að vera á ferli en að setj- ast að hérna í rigningunni. Svo héldu þeir áfram þegjandi. Úr fjarska barst veikur bj ölluhlj ómur frá nautpeningi, sem lá úti. Við og við eygðu þeir í fjarlægð dauft skin af varðeldum fjárhirða. Leið þeirra hafði legið um óbyggðar sléttur, en að lokum beygði hún inn á milli raða lágra húsa, og brátt voru þeir staddir á torginu í litlum bæ. Ferðalangarnir námu staðar og lituðust um. Hvergi var ljósglætu að sjá. Það var víst liðið langt á nótt. En að eyr- um þeirra barst mannamál eigi allfjarri. Þeir gengu á hljóðið og komu inn í þröngt húsasund, þar sem þeir eygðu rauðleitan ljósbjarma frá opnum dyrum. Þangað héldu þeir. Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1954 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.