Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 61
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 171 að notaðar eru mismunandi orðmyndir fyrir ég og þú, eftir því hvort átt er við karl eða konu. Þær tungur hafa einnig mismunandi myndir sagna eftir kynjum. Mörg mál hafa þó enga slík skiptingu orða eftir kynjum, hafa ekkert málfræðikyn. Sum skipta orðum í flokka eftir því, hvort þau tákna lifandi veru eða dauðan hlut, og eru plöntur þá venjulega taldar til dauða flokksins. Einkum er þetta algengt í málum frumbyggja Austur- Ástralíu og sumum Indíánatungum. Sum mál skipta orðum í tvennt eftir því, hvort þau merkja skyni gæddar (skynsamar) verur eða skynlausar, þ. á m. skepnur. Þess var getið í upphafi, að til eru þjóðtungur, þar sem ekki eru til nema fáein töluorð, en þó er ekkert tungumál með öllu án töluorða. Á hinn bóginn eru til tungur, þar sem raunverulega eru ekki til nema tvö töluorð ósamsett, einn og margir. Þetta er til í mörgum málum frum- byggja Ástralíu. Þær þjóðir, sem tala slík mál, geta þó táknað hærri töl- ur en tvo með því að telja á fingrum sér. Ritmál eiga þær ekki, svo að töluorð sín setja þær aldrei á pappír. Stundum er talan þrír táknuð með tveim samsettum orðum, og sagt 2 og 1, talan 4 táknuð með 2 og 2, 5 með 2 og 2 og 1, o. s. frv. Til eru tung- ur, þar sem talið er allt upp að tíu á þennan hátt. Aðrar tungur nota oft fyrir töluorð orðasambönd, sem eru í rauninni svolítil margföldunar- dæmi, þar sem talan 6 er táknuð með 2 sinnum 3, talan 7 með 3 sinnum 2 plús 1, o. s. frv. Segja má, að slíkar tungur byggi á tölunni 3 sem undir- stöðu stærðfræði sinnar, en aðrar byggja á 4 t. d. og tákna 5 með 4 plús 1, 16 með 4 sinnum 4 o. s. frv. Þetta talnakerfi er notað meðal ann- ars meðal sumra Indíána þeirra, sem voru frumbyggjar Kaliforníu. Enn aðrar tungur nota talnakerfi, sem byggja á tölunni sex sem undirstöðu, en ör.nur tala mætti þó virðast tiltækari, þar sem er 5, tala fingranna á annarri hendi mannsins. A. m. k. eitt tungumál er til, þar sem undirstöðutalan er fimm, (ein af tungum Arawaka, Indíána í Suður-Ameríku). Þar er talan 10 táknað með orðunum 2 hendur, 25 með 5 hendur o. s. frv., en fleiri eru þær tungur, sem hafa skapað sér tugakerfi úr hugtakinu 2 hendur = 10, eða tvítugakerfi úr hugtakinu 2 hendur og tveir fætur, þ. e. fjöldi fingra og táa samanlagður, og hafa þá töluna 20 fyrir undirstöðu undir talnakerfi sitt. I sumum málum frumbyggja Ástralíu, t. d. andamanesísku, er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.