Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 79
HELGI J. HALLDÓRSSON : Nokkur orð um ljóð Kristjáns frá Djúpalæk Frá því Krístján Einarsson jrá Djúpalœk kvaddi sér fyrst hljóðs á skáldaþingí með ljóðabók sinni, Frá nyrztu ströndum (1943), eru liðin rúm tíu ár, og ljóðabæk- ur hans eru orðnar fimm. Eg þekki ekki ævisögu Kristjáns, en heitin á ljóðabókum hans gefa að nokkru til kynna þróunarsögu Ijóða hans. Fyrsta ljóðabókin, Frá nyrztu ströndum, segir nokkuð frá uppruna Kristjáns og lýsir þeim jarðvegi, sem fyrstu Ijóð hans eru sprottin úr. Fyrsta kvæði bókarinnar byrjar svo: Á þrályndrar Austf jarðaþokunnar nyrztu mörkum, hvar þagnar ei brimsins gnýr og sjaldan er rótt, svo óralangt fjarri furuskógum og björkum ég fæddist einn dag og var skírður um miðja nótt. Og tvær síðustu ljóðlínurnar eru þannig: Frá nyrztu ströndum landsins er líf mitt runnið og ljóð minnar bernsku flest eru helguð þeim. Eins og segir í þessu kvæði, eru ljóðin í þessari fyrstu bók flest lielguð bernsku- byggð Kristjáns, Langanesströndum austan við Gunnólfsvík. Þau eru daglegt líf og starf í sveit við sjó, raunsæ en þó blandin sveitarómantík, víða kjarnyrt og vel kveðin: og úthafsins djásnum barg ég með barnsins höndu úr bylgjunnar hrammi, kuðung og öðuskel. Þetta er góð byrjendabók full að fyrirheitum. I henni örlar strax á þeirri skap- festu, sem síðar verður svo ríkt einkenni í ljóðagerð skáldsins. Þegar næsta Ijóðabók, Villtur vegar, kemur út 1945, hefur útþráin gripið Krist- ján. Hann hefur kvatt bernskubyggð sína og flutzt á ókunnar slóðir, en bann er hálf rótlaus, einmana og bölsýnn. Kvæði samnefnt bókinni túlkar vel þessar tilfinningar, einnig kvæðin, Vor bernskudraumur og Tveir guSir. I lok kvæðisins, Tveir guSir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.