Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 54
164 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — Einmitt það. Þá ætti ég að hafa heyrt hennar getið. Hún hefur í öllu falli ekki sýnt sig hérna í Betlehem. Humm. Haldið þið, að hún boði einhvern ófarnað? Þetta eru erfiðir tímar, það má nú segja. Verðlagið stígur og stígur. — En ef hún boðar fæðingu mikils konungs, þá er hans sennilega að leita í Rómaborg — en það er þá tæplega keisarinn, sem er faðir hans, ef það er satt, sem Rómverji nokkur sagði mér í fyrra, hí, hí. Aftur tók einn þremenninganna til máls: — Sá, sem við erum að leita að, hann er enginn venjulegur konungur. Hann á að færa öllum heimi ljós og fögnuð. Annar þremenninganna hélt áfram: -—- Nýr morgunljómi skal renna yfir jörðina. Með honum á hin nýja öld að rísa. Og sá þriðji bætti við: — Sorgir og þrautir munu hverfa, hann mun birta okkur nýjan him- in og nýja jörð, allir hlutir skulu metnir nýju mati, kveinstafir og kvala- óp skulu hljóðna. Segðu okkur nú satt — hefur þú ekki séð stjörn- una? Nú var gestgjafinn orðinn viss í sinni sök, það voru þrír vitfirringar, sem hann átti skipti við. Innra með sér fann hann til lotningarkenndrar meðaumkunar, en jafnframt ákvað hann með sjálfum sér að taka af þeim tvöfalda borgun. — Já, jú, ja-há, muldraði hann og gaf matborðinu hornauga. Matur- inn var tilbúinn, og hann bauð gestunum að setjast að snæðingi. Þeir mötuðust þegjandi, mæddir og hnuggnir. Það sama upp aftur og aftur. Hvenær myndu þeir vitkast? Enn á ný höfðu þeir vogað að ala með sér veika von um, að þrá þeirra fyndi endurhljóm, og enn á ný höfðu þeir hrópað út í auðn og tóm. Kuldi og kæruleysi, myrkur og þögn á alla vegu. Gestgjafinn skokkaði fram og aftur. Hann varð meir og meir upprif- inn. Af þessum gestum vildi hann ekki missa fyrir nokkurn mun, ekki þó honum væru boðnir tuttugu silfurpeningar. Hann skyldi hafa það upp úr þeim og meira til, um það er lyki. Hann nálgaðist gestina og kom með nýja tillögu, það myndi verða einhver ráð með húsaskjól. Hann ætlaði að vekja konu sína og láta þá fá hjónaherbergið til umráða. Hann og konan gátu sem bezt legið í fjár- húsinu í nótt. Fjölskylda sú, er hélt þar til, yrði að hírast undir beru lofti

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.