Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 18
128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
urt svar íólgið við raunverulegri kröíu og brýnni þörf þeirrar aldar er
þær urðu til. Það sem Ijær þessum mannlýsíngum sannblæ, gerir þær
raunverulegar, er hvorki náttúrustefna, skynsemisstefna né ljósmynda-
tækni inyndgerðarinnar, heldur sú staðreynd að með íslendíngum hefur
verið nauðsyn slíkrar persónusköpunar. Og hvernig vitum vér það? Vér
hljótum að draga slíka ályktun, í fyrsta lagi sökum þeirrar umhyggju
sem meistarar og höfuðspekíngar hafa borið fyrir íslenskum vandamál-
uin þegar þeir fundu þeim stað í slikum óviðjafnanlegum bókum og
íklæddu þau þessum ógleymanlegum myndum; og í öðru lagi af því að
þessi útsmogni skáldskapur um sérkennilegar manngerðir og atburði
skuli hafa verið þeginn af slíkum þökkum sem raun ber vitni, bæði af
samtíðinni og svo þeim tímá sem á eftir kom. Ég ímynda mér að manni
úr Noregi sé óhægt að benda á raunhæfari bók en sögu Snorra Sturlu-
sonar af Ólafi hinum helga; þetta íslenska skáldverk, sem og aðrar þær
sögur er Heimskrínglubálkurinn samanstendur af, hefur að dómi nor-
rænna sagnfræðínga átt flestum bókum meiri þátt í því að efla andlega
reisíngu með noregsmönnum, enda talin ein sterkust forsenda þjóðernis-
vakníngar þeirra og endurreisnar.
Vér höfum einsog ég sagði einga ástæðu til að ætla að nokkru sinni
hafi á íslandi eða annarsstaðar í réttri raun svo stoltir tignarmenn lifað,
eða hetjur, einsog þær manngerðir sem lýst er í bókmentum vorum á 13.
og 14. öld. Öðru nær, þessi persónusköpun varð til í skáldskap á hnign-
unartíma í sögu íslensku þjóðarinnar, tímabili þegar íslendíngar voru
sannarlega aungvir tignarmenn eða hetjur, heldur höfðu beygt höfuð sín
fyrir útlendu valdi og gefið upp bæði hetjuskap og tign; siðferði þjóðar-
innar var lamað, höfðíngjar hennar keptust við, hver sem betur gat, að
svíkja þjóðlega einíngu hvar sem þeir gátu við komið; ef álykta skal af
sagnfræðilegum heimildum voru íslendíngar á þessu blómaskeiði sí-
gildra bókmenta vorra nær því að þola siðferðilegt niðurbrot. A tímabili
þegar svo mörg þjóðleg verðmæti voru að glatast eru sagnhetjurnar,
ásamt hinum rismiklu atburðum sem Íslendíngasögurnar lýsa, mikil-
menskudraumur lítillækkaðrar þjóðar; en bæði á öldinni sjálfri, og ekki
síður þeim tímum sem á eftir komu, urðu hetjur þessar að hugsjón, að
sniði og fyrirmynd íslenskrar skapgerðar; og þessi fyrirmynd hefur ver-
ið í gildi hjá öllum íslenskum körlum og konum öld frammaf öld síðan;
trúin á siðferðilega yfirburði þessara mannamynda varð allri trú ann-