Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 2
jr
A hæsta tindi jarðar
eftír J O H N H U NT
í þessari bók segir leiðangursstjórinn John Hunt
frá æfintýrinu mikla, þegar liæsti tindur jarðar
var klifinn í fyrsta sinn.
Hér er lýst ótrúlegri þrekraun, þrotlausri baráttu
við hvers kyns torfærur, sundurtætta skriðjökla,
þverbrattar hjarnbrekkur, ofsarok og nístings-
kulda, en síðast en ekki sízt við þunna háfjalla-
loftið og þá sérstæðu erfiðleika sem af því stafa.
Á öllu þessu sigraðist leiðangurinn. Þegar þeir
Edmund Hillary og Sérpinn Tenzing stóðu á hæsta
tindi jarðar, hafði gerzt eitt furðulegasta æfintýri
vorra daga, eins og dr. Sigurður Þórarinsson seg-
ir í inngangsorðum íslenzku útgáfunnar: „En enn-
þá finna sumir óskastein og sjá þær óskir rætast,
sem með mestum ólíkindum virðist að rætzt geti,
og þótt gömlu æfintýrin gerist ekki lengur, gerast
stöðugt ný æfintýr, sem betur fer.“
Á hœsta tindi jarðar er fyrsta bókin í kjörbóka-
flokki Máls og menningar 1954. Hún er á fjórða
hundrað blaðsíður með fjölda af myndum, einnig
litmyndum.
íiókmennta^éla^ iTiál o<j meHnittý