Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 56
ÁRNI BÖÐVARSSON: Þjóðir og tungumál XV Japanska og kóreska Japanska og kóreska eru náskyldar tungur og þó óskyldar kínversku að öðru leyti en því, að báðar hafa þegið fjölda orða úr því máli, og Jap- anir nota stundum myndletur, sem er að nokkru dregið af kínverska myndletrinu. Aherzla er jöfn á öllum atkvæðum orðsins, en nokkuð mis- jöfn áherzla á orðunum innan setningarinnar. Persónufornöfn eru notuð miklu sjaldnar en í öðrum málum. Ekkert málfræðikyn er þar heldur og ekki sýnd tala nafnorða nema stundum, en ef nauðsyn er að taka fram nákvæma merkingu hvers orðs, eru notuð smáorð eða jafnvel löng orð til frekari skýringar. T. d. er persónufornafnið „ég“ fjögur atkvæði, ivatakushi, og í fleirtölu, „við“, watakushidomo. Notaðar eru eftirsetn- ingar í sama tilgangi og íslenzka notar forsetningar. Hins vegar hafa sagnir mismunandi form eftir því, hversu mikil kurteisi er sýnd þeim, sem talað er um eða við. Allar sagnir hafa að minnsta kosti tvær myndir eftir því, hvort þær standa í jákvæðri eða neikvæðri setningu, og svo er um fleiri orðflokka, t. d. er hversdagsorð fyrir „móðir“ haha, en okd- sama merkir hið sama og er mun kurteislegra. Töluorð öll eru tvenns konar, annar hópurinn japanskur, hinn kínverskur, upp að tíu. En auk þeirra verður að nota hjálpartöluorð, sem eru a. m. k. tíu flokkar, einn fyrir kringlótta hluti, eins og tré, vindla, þar sem „einn“ er ippon; annar flokkur fyrir flata hluti, eins og bréf, þar sem „einn“ er ichimaL þriðji fyrir persónur, o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.