Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 29
RAULAÐ VIÐ SJÁLFAN SIG 139 Þarna var rímarinn að hugsa þetta og raulaði þó samtímis: Skyldi ekki verða óviðkunnanlegt að sjá aldrei sól á astralplaninu, ef sannar eru frásagnirnar, að Ijós allt og birta geisli þar frá himinhvolfinu. Þá hespuðust þessar vísur upp á segulband heilans: Ljósið fyllir loftin blá. Ljúft er að finna þessa hlýju. Logn á jörðu, logn á sjá, logn í minni sálarstíu. Logn og sól er hamingja hæst hér á jörð, því máttu trúa. Þá er sál vor aldrei æst. Eilífð og kyrrð í hjarta búa. Gefðu mér, Drottinn, logn og ljós, er líð ég burt úr heimsins solli, lítið hús við lygnan ós og lítinn bát á veiðipolli! FRAM TIL DALA Blóðþrýstingsárið mikla, í október- eða nóvember-mánuði 1944, var rímarinn á heilsubótargöngu skammt fyrir austan Kaplaskjól, á leið vestur eftir. Þá sá hann Jakob skáld Thorarensen koma þar upp úr sjón- um af sínu daglega sundi. Þetta hóf huga rímarans til þenkinga um skáld og ljóðagerð, og eftirfarandi kvæði var raulað til enda áður en hann var kominn vestur að þverveginum, sem liggur frá Seltj arnarnesvegi út að Jensensbryggju hjá Lambastaðaþorpinu, þó að kalt væri í veðri og skuggalegt að líta til himins. Enginn þekkir auðargná eina á sveimi fram til dala. Kannski er hún björt á brá, blíðurík við ástarstjá. Máski er hún svört að sjá og sveiar þeim, sem ástir fala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.