Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 70
180 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og þannig koll af kolli. Þegar bréfinu er lokið, er það ekkert nema tómar tölur eða merki. Síðan sendi ég bréfið, en viðtakandinn í Indlandi finnur í sínum bókum, hvaða merkingu hver tala hefur. Það leiðir af sjálfu sér, að slíkt kerfi er ekki nothæft nema með mjög löngum tíma og aðeins í riti, og því svipar mjög til dulmálslykla nútímans. Dæmi eru þess, að fullkomnar orðabækur væru gerðar um þetta, svo sem kerfi þýzka vís- indamannsins Bechers, sem uppi var á 17. öld, en auk talna notaði hann ýmis önnur tákn. Þessar tilraunir manna til að skapa alþjóðamál héldu stöðugt áfram, og hugmyndinni óx mjög fylgi á 19. öld, enda urðu menn þá á alþjóða- ráðstefnum á eitt sáttir um ýmis mælikerfi og merkjamál, svo sem mors, flaggamál, tugakerfi í bókasöfnum o. s. frv. Og 1811 hét vísindafélagið í Kaupmannahöfn verðlaunum fyrir beztu tillöguna um allsherjar mynd- letur, er nota mætti sem alþjóðamál, en þessi verðlaun voru aldrei veitt. Um 1878 birti fimmtugur kaþólskur klerkur í afskekktu sveitaþorpi í Bæjaralandi, Johann Martin Schleyer, tillögur sínar um alþjóðamál og nefndi þær volapiik. Hann byggði það upp á sama hátt og beygingaríkar þjóðtungur, beygði sagnirnar eftir persónum, þ. e. hafði mismunandi myndir sagnarinnar eftir því, hvort sagt var ég /calla eða hann kallar, hafði fjögur föll í málinu, en annars má segja, að menn hafi almennt verið komnir á þá skoðun um þessar mundir, að alþjóðamálið yrði að vera mjög einfalt að beygingu. Schleyer afskræmdi svo mjög öll þau orð, sem hann tók upp í málið, að þau urðu óþekkjanleg. Nafnið, sem hann gaf þessu máli sínu, volapiik, er gott dæmi um það. Fyrri hlutinn, vol, á að vera sama og enska world, þýzka Welt (heimur), en seinni hlutinn, piik, sama og enska speak, þýzka sprechen. Þessar breytingar gerði klerk- ur samt ekki af tómri sérvizku, heldur vegna þess að hann taldi, að alþjóðamálið mætti aldrei hafa neins konar samhljóðasambönd, en hon- um var kunnugt um, að í fjölmörgum málum þekkjast ekki nema tiltölu- lega fá samhlj óðasambönd. Sjálfur var hann mikill málamaður, þekkti um 40 mál. Vegna þessa sjónarmiðs lenti hann í ógöngum. Schleyer birti orðabækur og kennslubækur í volapiik, og málinu var vel tekið. Fyrsta félag volapiiksinna var stofnað 1882 og 1884 skyldi haldið fyrsta þing þeirra, en þegar til kom, reyndist ekki unnt að tala volapiik, svo að skildist. Menn vonuðu þó, að þetta lagaðist með tíman- um, og töluðu þýzku á mótinu, og þrátt fyrir þessi vonbrigði tóku blöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.