Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 22
132 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einsog oft er sagt um list annarlegra þjóða, að hér sé aðeins um tvenns- konar tjáníngu frumstæðs eölis að ræða, sem skifti oss eingu máli; því í þessu dæmi er vitnaö í tvær háþroskuðustu menníngarþjóðir veraldar- sögunnar. Mætti ég þegar hér er komiö sögu bera frarn þá athugasemd um frum- stæða list, að sú list sem nokkrir fremur þraungsýnir evrópumenn nefna svo, er venjulega háþroskuð list sem tjáir á mjög raunhæfan hátt eðli og arfbundna menníngu þjóðar, list sköpuð af gáfuðum listamönnum sem eru í nánum teingslum við höfuðskepnurnar; og ekki nema með höpp- um og glöppum að evrópskir nútímalistamenn gera nokkuð sem þoli samjöfnuð við list náttúruþjóða. AS minstakosti, virði maöur fyrir sér mynd frá steinöld, t. d. af hyrndu nauti, í hellunum hjá Lascaux eða Altamira, þá hlýtur maður ósjálfrátt að spyrja: Hefur listin yfirleitt tekið meiri framförum en nautpeníngur síðustu tuttugu þrjátíu þúsund árin? Þessar dýramyndir virðast munu standa sem ímynd háþroskaðrar listar, ofar tíma, í senn háleitrar og stórfeingilegrar, til ragnarökkurs. Sama máli gegnir um ýmiskonar höggmyndalist frá Afríku af því tagi sem miðlúngi gáfaðir listdómarar í Evrópu hafa lýst frumstæða. Nátt- úrufólk er venjulega gætt miklu innilegri listgáfu en fólk sem er af- spríngi vélgeingrar siðmenníngar. Eg held ekki að á vorum tíma hafi skáld neinsstaðar á Norðurlöndum tærnar þar sem sá ólæsi og óskrifandi íslendíngur hafði hælana, sem orti Völuspá einhvern góðan veðurdag nær lokum tíundu aldar. Ég veit að það hlýtur að vera ömurlegt að hlusta á þetta, og fólki finst það kanski einhver fjandskapur við þróunar- kennínguna; þó var slíkt eigi ætlun mín; en það hefur að sínu leyti verið vilji þróunarinnar að hin skáldlega túnga, sem í þann tíð skildist hvar- vetna um Noröurlönd, hefur nú glutrast niður víðasthvar á þessu svæði, og í staðinn komið mállýskur sem manni finst hálfgruggugar og næsta „frumstæðar“ í samjöfnuÖi við hina fornu túngu. Mín skoðun er sú að liststefna sé hlutgeing og raunhæf ef hún er sniðin að þörfum þess fólks sem ætlað er að njóta hennar. Þessvegna eru líka til svo margar fullgildar stefnur í listum, og það er nauðsynlegt að þekkja og skilja sérhverja liststefnu áður en dæmt er um árángur hennar einsog hann birtist í einstökum verkum. Rammabúðarlist — „heytorg“ einsog sú list er kölluö í Svíþjóð, „trumbusalur“ einsog danir segja, — einnig slík list á erindi að rækja. Það er raunhæft að spila á munnhörpu

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.