Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 48
158 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR er ekki ofsögum sagt af kúnstunum í mannfólkinu, sbr. hrossaketið. En þó að verkun grásleppunnar sé að vísu tímafrek, þá er það bót í máli, að menn verða seint leiðir á siginni grásleppu, og á jafnvel að vera hægt að auka sölu hennar þegar kemur fram á túnaslátt; og á engjaslætti vil ég helzt gera signa grásleppu algenga eins og Salómon konungur gerði gull- ið algengt í Jerúsalem. En hitt er hverju orði sannara, að enginn reiðir gildan sjóð frá hrokkelsaveiðum við Seltjarnarnes, því segja má að þar sé alltaf rok, og líða oft margir dagar að við komumst ekki út í netin. Og vildi ég heldur stunda fiskveiðar á smábát við Hornbjarg en Sel- tjarnarnes. Þetta er eins og að sækja hita undir högg.“ Ég spurði hvernig aflazt hefði á þessari vertíð. „Hrokkelsið hefur verið drýldið í ár,“ sagði Pétur, „tíðarfar erfitt og fáfiski. Menn hafa naumast orðið varir á miðum sem venjulega eru hin veiðisælustu, en aftur á móti stundum fengið sæmilegan afla á slóðum þar sem hrokkelsinu hefur aldrei fyrr dottið í hug að halda sig. Þér til svarandi, Jónas, þá þekki ég það ekki fyrir sama hrokkelsi.“ Við vorum komnir að þriðja trossunni, og þegar Pétur var búinn að taka duflið, sagði hann: „Það er bezt að þú farir með henni þessari og lærir einnig þann þátt- inn hrokkelsaveiðanna, úr því þú ert á annað borð kominn á skólaskip.“ Ég fór fram í og Pétur settist afturí. En þetta gekk ekki sem bezt því að netið var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum alltaf fast, ýmist frammi á hnýfli eða aftur á hömlu, og Pétur kallaði til mín: „Dragðu maður, þér mun duga danska snærið, eins og draugurinn sagði.“ í sömu svifum kom ég auga á grásleppu í netinu. Ég laut út fyrir til að færa í hana gogginn, en þetta verkaði þannig á bátinn að hann fór á hliðina og fékk sér sopa, og þegar Pétur hallaði sér út í hitt borðið til að rétta hann af, þá fór af mér jafnvægi og tók ég það ráð að láta fallast aftur á bak í bátinn heldur en lenda útbyrðis. Pétur horfði á þessar aðfarir með Stóumanna ró og sagði: „Ærinn þykir mér orðinn ofsi Móra, er hann hyggst drekkja stýri- manni mínum. Og er ráð að þú sitjir áfram í skut.“ Ég hlýddi og fór aftur á minn gamla stað, en Pétur fór fram í og hélt áfram með trossuna. Erfiðleikarnir voru þó ekki þar með úr sögunni, því að svo illa fór á trossunni að Pétur varð ýmist að draga teininn bak-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.