Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 75
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 185 batnaðar. Zamenhof tók öllum slíkum tillögum vel, en afsalaði sér rétt- inum til að úrskurSa um réttmæti þeirra og skírskotaSi til atkvæSis þeirra, sem þegar hefðu lært og notað þaS. Allar slíkar tillögur um grundvallarbreytingar á málinu voru felldar. En 1907 kom fram tillaga um að umskapa esperanto og gera það að sumu leyti einfaldara að beyg- ingu, t. d. útrýma þolfallinu, taka burtu kerfisbundin fornöfn og setja í þeirra stað orð, sem að vísu eru í upphafi auðlærðari flestum Evrópu- mönnum, en miklu torlærðari þeim, sem tala ekki indóevr. tungur, þar sem orðstofnarnir áttu samkvæmt breytingartillögunum að verða miklu fleiri en áður. Auk þess var brotin sú regla Zamenhofs að tákna sama 'hljóð ætíð með sama staf og þrjár reglur giltu um áherzluna í stað einn- ar. Þessi tillaga hlaut nafnið Ido, en mikill meirihluti málsnefndar esper- antos (Lingva Komitato) hafnaði þessum breytingartillögum, enda fólu þær í sér afturför til málsbyggingar, sem Zamenhof hafði reynt í fyrstu, •en síðan kastað frá sér, þegar þær reyndust óhæfar í notkun. — Þessi málsnefnd var annars stofnuð 1905, og í henni sátu 95 esperantistar úr ýmsum löndum heims, Englandi, Austurríki, Brasilíu, Búlgaríu, Chile, Frakklandi (Frakkar fjölmennastir, 20), Grikklandi, Persíu, Rússlandi, Kanada til dæmis og fimm Norðurlandanna, þeirra á meðal einn ís- lendingur, dr. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. hagstofustjóri. Málsnefndin starfar enn og á að stjórna þróun málsins, samþykkja nýyrði o. þ. h. Um nokkur ár börðust idosinnar kappsamlega fyrir máli sínu, enda höfðu þeir í sínum hópi ýmsa áhrifamenn, svo sem danska málfræðing- inn Otto Jespersen, franska heimspekinginn Louis Couturat og fleiri. Couturat dó af slysförum 1914, og ýmsir aðrir leiðtogar idohreyfingar- innar yfirgáfu hana aftur og komu fram með nýjar tillögur um alþjóða- mál, en ekkert þeirra hefur náð neinni útbreiðslu, og reynslan, notkun þeirra, þegar til átti að taka, hefur sýnt, að þessar tillögur eru ónothæfar. Jespersen sjálfur kom fram með tillögu (Novial kallaði hann hana). Esperantistar hafa haldið árleg alþjóðamót síðan 1905 nema heims- styrjaldarárin. 1952 var alþjóðamót esperantista haldið í Osló, en í Za- greb í Júgóslavíu 1953 og nú í sumar (1954) í Haarlem í Hollandi. ÞaS kom til tals að halda alþjóðamót esperantista hér á landi sumarið 1951, en vandkvæði hefðu orðið á um útvegun nægilega stórs húsrýmis fyrir þingið, jafnvel þótt það hefði verið fámennara en vant er, og stjórn Alls- herjar esperantosambandsins (UEA) felldi tillögu í þessa átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.