Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 15
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 125 um suðrí Evrópu þótti einginn frammúrmaður í bókmentum nema hann aðhyltist þá stefnu. Það er þannig hálf-ömurlegt að þau „tískuskáld“ sem dýrkuð eru af áhugasömum aðdáendum útí heimsjaðrinum, og kjör- in meistarar og fyrirmynd úngra nútímaskálda, skuli svo oft hafa aldur til að vera afar aðdáenda sinna. Og ekki getur verra illmæli en segja um úngan tískumann að hann sé með skóhlífarnar af afa sínum á fótunum, þó slíkt væri tiltölulega saklaus fyndni um menn sem fylgja öðrum stefn- um. Nú mundu sumir vilja draga þá ályktun af því sem á undan er sagt, að ég sé andhverfur tískutilraunum sem svo eru nefndar í nútímabók- mentum, og telji að allar óraunsæar tilraunir séu gönuhlaup. Það er nú eftir því hvernig á er litið. Manni finst að það sem kallað er realismus hljóti að vera mjög ákveðið hugtak, alveg óafstætt hugtak; að það geti varla verið mikill vandi að benda á hvað sé dagsanna og hvað ekki. En nú hefur það komið uppúr dúrnum að raunsæi eða raunhæf stefna í list og bókmentum er ekki óafstætt hugtak. Auk hinnar gömlu góðu raun- sæisstefnu frá fyrri öld er nú einnig komin til sögunnar þjóðfélagsleg raunsæisstefna, sósíalskur og meira að segja sósíalistískur realismi, en slíkt orðalag hlýtur að gera ráð fyrir að einnig sé til raunsæisstefna sem sé á einhvern hátt óþjóðfélagsleg, þjóðfélaginu andstæð, andsósíalistísk eða auðvaldssinnuð, kanski jafnvel óraunsæ raunsæisstefna. Mörgum mun finnast að sérhvert lýsíngarorð sem látið sé fylgja raunsæi feli í sér contradictio in adjecto. Það eitt að rætt skuli um mismunandi raunsæis- stefnur, auk hinnar einu sönnu raunverulegu og raunsæu raunsæisstefnu, bendir til þess að raunsæi sé hugtak sem hángir í lausu lofti. í hugum flestra okkar sem byggjum hið vestræna menníngarsvið á þessari öld er raunsæisstefna einhverskonar forngripur, útrætt mál frá dögum afa okk- ar og lángafa; okkur er tamast að telja Balzac, sem verið gæti lángafi okkar allra, og Zola, sem gæti verið afi okkar, nokkurskonar vörður á vegi raunsæisstefnunnar. Deilan milli raunsæisstefnu og óraunsærrar stefnu var á enda kljáð í mínu landi áður en ég fæddist (óraunsæ stefna var í þann tíð eitthvað svipað og rómantík, rómantísismi); hún stóð milli íslenskra áhángenda Brandesar, sem kölluðu sig raunsæismenn, og rómantísku skáldanna þar sem Benedikt Gröndal varð fyrir svörum; þetta var á síðasta fjórðúngi næstliðinnar aldar. Flestir okkar hafa alist upp við þá skoðun að raunsæisskáldskapur sé einkum og sér í lagi sagna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.