Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 71
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 181 að birtast á nýja málinu. Schleyer tók illa öllum breytingartillögum um málið, en gallar þess komu æ betur í ljós, og eftir annað mót volapiik- sinna, 1887, klofnaði hreyfingin, og á næstu árum sneru flestir fylgjend- ur þess baki við volapiik og að nýrri tillögu um alþjóðamál, esperanto, en fyrsta kennslubókin í því máli kom út 1887. XXIV Esperanto Esperanto er sú tilraun til lausnar vandanum um alþjóðamál, sem hef- ur hlotið flesta fylgjendur og stendur næst markinu nú. Höfundur málsins var pólskur læknir af Gyðingaættum, Ludvik Laz- arus Zamenhof að nafni. Han var fæddur í Bialystok (Póllandi) 15. des. 1859, en fluttist þaðan 14 ára að aldri til Varsjár, þar sem faðir hans fékk kennarastöðu í menntaskóla. Zamenhof bendir sjálfur á það, að umhverfi hans í æsku varð mjög til þess að rækta með honum þá hug- mynd, að þjóðunum væri nauðsynlegt að hafa eitthvert alþjóðamál, því að í fæðingarborg hans bjuggu fjórar þjóðir, fjandsamlegar hver ann- arri: Rússar, Pólverjar, Þjóðverjar og Gyðingar, hver talaði sína eigin tungu, sem fólk af öðru þjóðerni skildi ekki — eða vildi ekki skilja -—- nema stundum. Zamenhof fór ungur í skóla og var mjög duglegur, eink- um við tungumálanám, en annars skulum við ekki fara hér út í ævisögu hans — hún væri efni í heila grein og jafnvel fleiri en eina. Zamenhof var ekki kominn úr skóla, þegar hann fór að fást við að búa til mál, og hann sá, að í alþj óðamálinu yrðu að vera þau alþjóðaorð, sem mönnum væru kunn úr þjóðtungunum. Honum skildist að málfræðin mætti ekki einu sinni vera eins flókin og í ensku, heldur yrði hún að vera laus við alla óreglu enskrar tungu, óreglulegar beygingar, óreglulegan framburð og þess háttar. Zamenhof sá fram á, að einn helzti þröskuldur þeirra, sem eru að læra erlend mál, er hinn geysilegi orðafjöldi í þjóðtungunum. Jafnvel þeir, sem hafa lesið einhverja þjóðtungu árum saman, eru alltaf að rekast á ný og ný orð, sem þeim eru ókunnug. Þess vegna tók hann það ráð að nota viðskeyti og forskeyti á miklu reglulegri hátt en tíðkast í þjóðtungunum. En við skulum nú líta nokkru nánar á málið sjálft. Beygingar málsins, ásamt viðskeytum og forskeytum og öðru því, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.