Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 57
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 167 XVI Tungur Suðurhafseyja Polynesísk mál og indónesísk, er sumir skipa saman í einn flokk og kalla ástrónesísk mál, eru mjög útbreidd um þennan hluta heims. Eins og við munum, er eitt þeirra talað á eynni Madagaskar austan Afríku, en annars eru þau töluð um Austur-Indíur, Borneó, Súmötru, Malakka- skaga, Indónesíu og Kyrrahafseyjar, t. d. Filippseyjar. Þetta er mjög út- breiddur og sundurleitur hópur mála, og menning þjóðanna, sem talar þau, er mjög mismunandi. Meðal þeirra eru frumbyggjar Nýja-Sjálands (maori), gömul menningarþjóð. Útbreiddust þessara tungna er malaj- ískan, sem notuð er víðast sem alþjóðamál í Suðaustur-Asíu, þegar við ræðast menn af mismunandi þjóðerni, og hefur lagað sig eftir þeirri notkun. Annars er bygging hennar með öllu gerólík byggingu Evrópu- mála, flt. t. d. stundum táknuð með því að tvítaka eintöluna. Einkum á þetta við orð, er tákna lifandi verur: orang-orang (menn). Orðið orang- útan er komið úr malajísku og merkir eiginlega „íbúi skógarins“. Á þessum slóðum eru einnig talaðir aðrir málaflokkar, svo sem ýmsar tungur Papúa, frumstæðra þjóða, er einkum byggja Nýju-Gíneu og ýmsar smærri eyjar. Þessar tungur eru um margt ósamstæðar. í sumum þekkjast málfræðikyn, öðrum ekki; í sumum eru aðgreind fornöfn fyrstu persónu í fleirtölu (,,við“) eftir því, hvort sá sem talað er við er með talinn í „við“ eða ekki, o. s. frv. Þá eru ótalin tungumál frumbyggja Ástralíu og Tasmaníu (við Suð- austur-Ástralíu), sem eru taldir mjög skammt komnir á vegi menningar- innar, fer enda fækkandi. Tungur þessar eru mjög fátæklegar að bygg- ingu, í sumum þeirra jafnvel ekki til hærri töluorð en 3. Það liggur í augum uppi, að slíkt móðurmál hlýtur að vera óvinnandi hindrun á vegi manns til andlegs þroska. Þar við bætist, að frumbyggjar þessir (abori- gines) eru taldir sérlega illa af guði gefnir. XVII Tungur lndíána Eins og kunnugt er, byggðu Indíánar mest meginland Ameríku frá norðri til suðurs, þegar hvítir menn settust þar að og tóku völdin. Nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.