Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 3
TIMAKIT
MÁLS OG MENNINGAR
Ritstjórar:
Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson
Sept. 1954 15. árgangur 2. liejti
Ávarp til tslendinga
I maímánuði 1951 var gerður vamarsamningur milli Islands og Bandaríkjanna.
Með honum var erlendu ríki tryggður umráðaréttur yfir íslenzkum landssvæðum
og erlendum her leyft að dveljast hér á landi á friðartímum, þrátt fyrir eindregin
loforð um hið gagnstæða. Æskja má endurskoðunar á samningi þessum og misseri
síðar segja honum upp einhliða með ársfyrirvara.
Samningurinn var af hálfu Islendinga gerður og undirritaður af ríkisstjórn og
síðar samþykktur af Alþingi, en álits þjóðarinnar aldrei leitað.
Samningur þessi svipti þjóðina óskoruðu valdi yfir landi sínu og skerti fullveldi
hennar stórlega. Djúptæk áhrif hans á þjóðlífið allt hlutu að verða sérstaklega
háskaleg vegna fámennis þjóðarinnar. Skaðvænlegar afleiðingar hersetunnar, þjóð-
ernislegar, menningarlegar og efnahagslegar, eru líka þegar komnar berlega í ljós.
Erlend spillingaráhrif flæða yfir íslenzkt þjóðlíf með síauknum þunga, fjölmennur
hópur æskulýðs hefur ratað á glapstigu og atvinnuvegir þjóðarinnar riða til falls
vegna hagnýtingar vinnuaflsins í hemaðarþágu. Heilbrigt sjálfstraust íslendinga
og sjálfsvirðing bíður því meiri hnekki sem hersetan varir lengur.
Hingað til hafa ýmsir sætt sig við þessi vandkvæði hersetunnar á þeim forsendum,
að herstöðvar hér á landi tryggðu öryggi vinveittra þjóða og niyndu veita íslending-
um vernd, ef til styrjaldar kæmi. Grannþjóðir vorar hafa þó ekki viljað kaupa hugs-
anlegt öryggi verði erlendrar hersetu í löndum sínum. og yfir eðli vopnavemdarinn-
ar hefur brugðið slíku ljósi af atburðum síðustu mánaða, að hverjum manni hrýs
hugur við.
Af áhrifum einnar vetnissprengingar, sem gerð var í tilraunaskyni á Kyrrahafi 1.
marz, reyndist öllu lífi hætta búin á svæði, sem er þrefalt stærra en allt Island, og
langt út fyrir þau takmörk berast geislavirkir hafstraumar, víðáttumikil fiskimið
hafa orðið ónothæf, og af eitruðu regni hefur gróður sölnað á landi uppi í órafjar-
lægð frá sprengjustaðnum.
Með tilkomu þessa vopns hefur skapazt nýtt viðhorf, sem öllum íslendingum er
skylt að gera sér grein fyrir. Það er orðið eins Ijóst og verða má, að dvöl erlends
Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1954 8