Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 81
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 191 ið' háttur sumra skáldbræðra hans, hefur hann fljótlega horfið frá þeirri ákvörðun. 1950 kom út fjórða Ijóðabók hans, Lífið kallar. Kvæði samnefnt bókinni endar svo: Og þó ég ennþá dái hinn dökka lit og dreymi eilífan frið undir hlyni grænum, ég geng út úr skógi þagnar á vorsins vit. Það er vængjadynur í lofti og — skip á sænum. I þessari bók er meiri fjölbreytni bæði í vali yrkisefna og forma. Hér eru kvæði, sem enduróma baráttu líðandi stundar og hvetja til dáða: Hvað er að gerast? Upp- gjöf, Að þora í stað fiess að þrá. Hið síðastnefnda af þessum þremur er kröftugast, að vísu ekki gallalaust, en í heild rismikið kvæði. Einnig ber meira á fyndni og glettni en áður. Og mættu ljóðskáldin í dag taka sér þann þátt til fyrirmyndar, svo mjög sem nútímaljóð eru fátæk að fyndni. Eg nefni kvæðin: Sinfonía, Kvœðið um sálina, Freisting, Heimsókn og Pundið að ógleymdri vestanrútunni í kvæðinu Hvað er að gerast? Ég gat þess áður, að fjölbreytni væri hér meiri í formum en áður, og einnig er hérmeiri formfegurð. Ég nefni kvæðin: Uggur, Vorið kom, Skáldsýn og Kveðjuorð. Þessi kvæði eru að vísu ekki öll ort undir nýstárlegum bragarháttum, sums staðar aðeins um að ræða frávik frá eldri bragarháttum, en þetta eru lipur kvæði. Síðasta erindi Kveðjuorða hljóðar svo: I kvöldroðann hann siglir. Við kveðjum hann í fjöru. I kvöld fá draumar rætzt. Þann væng fær enginn stöðvað, sem vorið hefur kallað á vit sín töfraglæst. Og þegar maður minnist þess lífvana leirs, sem flest erfiljóð eru nú á dögum, þarf ekki annað en benda á erfiljóð, / minningu skálds, því til staðfestingar, að höfundur þessarar ljóðabókar hefur bæði hlotið náðargáfu skáldgyðjunnar og þroskað hana. Fimmta og síðasta ljóðabók Kristjáns fram að þessu, Þreyja má þorrann, kom út á síðastliðnu ári. Eins og heiti fyrri ljóðabóka hans gefur heiti hennar nokkurt hug- boð um efnið. Kristjáni er nú orðið ljóst, að ekki dugir vol og víl, ekki dugir að láta bölsýnina buga sig, heldur skal þreyja þorrann. Þó að syrti að, mun sortinn að- eins boða él eitt. Og það er huggun harmi gegn, að Seigar eru sinar í svírum fslendinga, kergja þrælsins tvinnuð við kappans hetjumóð. — Svo eru þessar sögur. Og svo eru þessi ljóð. Bókin hefst á ættjarðarkvæðinu Islandi, sem er býsna vel gert. Og enn eru þarna fleiri ættjarðarkvæði svo sem: Huggun, Þverœingur og Landnám. Til baráttukvæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.