Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 25
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 135 blinda og mentunarsnauða menn; en vilji einhver listamaður semja sig að siðum þeirrar fáfræði sem þjóðfélagslegt óréttlæti hefur látið verða hlutskifti mikils hluta mannkyns, og ef maður vill miða viðleitni sína viS þetta ástand af því maður trúir því ekki að þetta fólk muni nokkurn tíma- skána að smekk eða hefjast úr fáfræði og frumstæði, — þá fæ ég ekki betur séð en komið sé í vonlausan vítahring; og hætt við að maður sé í þokkabót kominn útá hinn hála ís mentafjandskaparins. Nú dregur nær lokum þessara fátæklegra hugleiðinga minna um/ vandamál skáldskapar og lista á vorum tímum. Ég skal ekki þreyta yður með því að draga saman mál mitt í ályktanir, ég kom ekki híngað til þess að grundvalla kenníngu né troða uppá yður neinum lærdómi, heldur til þess að rabba aftur og fram um nokkur hugstæð efni; og ef nokkuð það sem ég hef sagt hér yrði til þess að vekja einhvern af áheyrendum mínum til umhugsunar, eða gæti orðið mönnum uppörvun til áframhaldandi umræðu einhverntíma seinna, um málefni sem eru eftilvill ekki með öllu einskisverð, þá mundi ég telja að ferð mín híngað væri ekki til einskis farin. En einn er sá hlutur sem ég vildi leyfa mér að rifja upp aftur og leggja áherslu á áður en ég yfirgef þennan ræðustól, og það eru þau mál öðrum málefnum brýnni sem varða framhaldstilveru manna á jörðu hér — já eða nei. Mér virðist að sé maður ekki jákvæður um þetta atriði, og um leið reiðubúinn að leggja eitthvað af mörkum í þágu friðarins og til þess að vinna gegn stjórnmálamönnum tortímíngarinnar, þá geti maður hvorki verið skáld né listamaður. Sá sem ekki er mannfólkinu unnandi er ekki heldur til fær að skapa listaverk í neinu formi. Að skrifa útí bláinn, að semja bækur fyrir auðn og tóm, er ógerníngur; og enn meiri ógerníngur er að semja bækur eða búa lil listaverk handa mannkyni sem maður hefur ekki trú á, mannkyni sem maður fyrirlítur og vonar að verði tortímt; í því falli mun verða lítt gerlegt að hreyfa pennann. Sem skáld hlýtur maður að semja bækur handa einhverju fólki, og svo er um aðra listamenn, hvort heldur þeir mála eða móta. Og maður verður að hafa einhvern áhuga fyrir því fólki sem bækurnar eða myndirnar eru ætlaðar; -— því pappír sá eða léreft sem maður hefur fyrir sér er aðeins blekkíng; það sem maður skrifar eða málar á, er, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins hugir menskra manna. Og það er ekki einhlítt að þekkja eða skilja það fólk sem maður ætlar listaverk sín, manni verður líka að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.