Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 64
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR en svo þá — þótt Persar töluðu allt aðra og óskylda tungu, zenda, sem nútíma persneska er af komin. Fyrr, meðan Súmerar voru forystuþjóSin í Mesopotamíu og löndunum þar um slóðir, var tunga þeirra, súmerísk- an, millilandamál. XXI Tilbúin tungumál Fyrir um 4000 árum bjó indóevrópsk þjóð í NorSvestur-Indlandi, en er hún dreifðist meir um landið, mynduðust í máli hennar mállýzkur, sem fjarlægðust hver aðra, svo að menn komu sér beinlínis saman um að skapa upp úr mállýzkunum eina úrvalsmállýzku, sem myndi þá sam- svara ríkismálshugmynd nútímamanna. Þá komu fræSimennirnir saman og bjuggu til af ásettu ráði mállýzku, þar sem samræmdur var fram- burðurinn, beygingar og orðmyndun, og þessari mállýzku var gefiS heit- ið sanskrít, þ. e. „hið hreinsaða mál“. Þessu verki var ekki að fullu lokið eða það sett fram á fræðilegan hátt fyrr en á 4. öld f. Kr. og málfræðin, sem þá var samin — höfundurinn hét Panini, Brahmani, — er enn til. Þetta mun vera fyrsta tilraunin, sem kunn er og heppnazt hefur, til að skapa mönnum tungumál, að vísu upp úr náskyldum mállýzkum. Enginn efi er á því, að þetta tiltæki hefur verið einn sá þáttur, er einna mest ork- aði til að skapa Indverjum sjálfstæða og sameiginlega menningu, því að engin þjóð fær haldið tilveru sinni né menningu sem sérstök þjóð, ef hún glatar tungu sinni. Þjóðir eins og Belgir, Austurríkismenn og Svisslend- ingar hafa aldrei átt sér neitt þjóðmál. Meðal ýmissa annarra þjóða hafa einstakir menn lagt drjúga hönd á plóginn viS að skapa þjóð sinni nothæft ritmál, og nægir þar að minna á þátt siðskiptafrömuðanna þýzku í sköpun þýzks ritmáls. Minna kunnur er hér sá skerfur, sem trúboðar í Afríku og víðar hafa lagt til málvísind- anna með rannsóknum sínum og guSsorðaþýðingum á málum frum- stæðra þjóða, er við köllum svo. Á síðustu árum hefur grúi þjóða um Asíulönd Sovétríkjanna eignazt eigið ritmál, svo að nú orðið er þeim tungum mjög tekið að fækka, sem eiga sér ekkert ritmál. Og nú er Ind- verjum í Hindústan sá vandi á höndum, að þeir verða að skapa sér sam- eiginlegt ríkismál, því að í ríkinu eru töluS alls um 220 tungumál, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.