Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 64
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR en svo þá — þótt Persar töluðu allt aðra og óskylda tungu, zenda, sem nútíma persneska er af komin. Fyrr, meðan Súmerar voru forystuþjóSin í Mesopotamíu og löndunum þar um slóðir, var tunga þeirra, súmerísk- an, millilandamál. XXI Tilbúin tungumál Fyrir um 4000 árum bjó indóevrópsk þjóð í NorSvestur-Indlandi, en er hún dreifðist meir um landið, mynduðust í máli hennar mállýzkur, sem fjarlægðust hver aðra, svo að menn komu sér beinlínis saman um að skapa upp úr mállýzkunum eina úrvalsmállýzku, sem myndi þá sam- svara ríkismálshugmynd nútímamanna. Þá komu fræSimennirnir saman og bjuggu til af ásettu ráði mállýzku, þar sem samræmdur var fram- burðurinn, beygingar og orðmyndun, og þessari mállýzku var gefiS heit- ið sanskrít, þ. e. „hið hreinsaða mál“. Þessu verki var ekki að fullu lokið eða það sett fram á fræðilegan hátt fyrr en á 4. öld f. Kr. og málfræðin, sem þá var samin — höfundurinn hét Panini, Brahmani, — er enn til. Þetta mun vera fyrsta tilraunin, sem kunn er og heppnazt hefur, til að skapa mönnum tungumál, að vísu upp úr náskyldum mállýzkum. Enginn efi er á því, að þetta tiltæki hefur verið einn sá þáttur, er einna mest ork- aði til að skapa Indverjum sjálfstæða og sameiginlega menningu, því að engin þjóð fær haldið tilveru sinni né menningu sem sérstök þjóð, ef hún glatar tungu sinni. Þjóðir eins og Belgir, Austurríkismenn og Svisslend- ingar hafa aldrei átt sér neitt þjóðmál. Meðal ýmissa annarra þjóða hafa einstakir menn lagt drjúga hönd á plóginn viS að skapa þjóð sinni nothæft ritmál, og nægir þar að minna á þátt siðskiptafrömuðanna þýzku í sköpun þýzks ritmáls. Minna kunnur er hér sá skerfur, sem trúboðar í Afríku og víðar hafa lagt til málvísind- anna með rannsóknum sínum og guSsorðaþýðingum á málum frum- stæðra þjóða, er við köllum svo. Á síðustu árum hefur grúi þjóða um Asíulönd Sovétríkjanna eignazt eigið ritmál, svo að nú orðið er þeim tungum mjög tekið að fækka, sem eiga sér ekkert ritmál. Og nú er Ind- verjum í Hindústan sá vandi á höndum, að þeir verða að skapa sér sam- eiginlegt ríkismál, því að í ríkinu eru töluS alls um 220 tungumál, en

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.