Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 36
146 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem stóð opinn, niður umferðarinnar fyrir utan, og síðast en ekki sízt, hennar eigin hugrenningar. Ef til vill var hún að hugsa um bílinn sinn, ef til vill var hún að ráðgera skemmtiferð upp í sveit að loknum vinnu- tíma, kannski austur að Þingvöllum, þar sem reyrgresi og lyng angar með persónulegum blæ eins og ung stúlka, sem situr úti í horni og hamr- ar á ritvélina sína. Það var annars undarlegt, hvað hann gat stundum orðið háfleygur í návist hennar. — Tómas, sagði hún og leit upp, — forstjórinn bað mig að segja yður, •að reikningarnir frá því í gær væru í skrifborðsskúffunni hægra megin. Forstjórinn óskar, að þér raðið þeim, og farið með þá til innheimtu. — Já, sagði hann; og löngu seinna, löngu eftir að það var hætt að bera vott um fágun og meðfædda kurteisi, bætti hann við: — Ég þakka yður fyrir. En kurteisin á að koma strax, hún á að fylgja hinum sjálfsagða hjart- slætti samtalsins, svo hún sé einlæg og eðlileg. Að vísu voru þetta aðeins skilaboð, og í rauninni hafði hann verið fjarska kurteis, en kannski heldur seinlátur. Hann byrjaði að raða reikningunum, skipulagði þá samkvæmt um- ferðareglunum, upp Hverfisgötu, niður Laugaveg. Undarlegt að svona rík og falleg stúlka skyldi vinna fyrir sér á þennan hátt, vera stundaþræll eins og hann; já, eins og hann, að nokkru leyti. Auðvitað keypti hún ekki brauð og mjólk fyrir kaupið sitt, heldur bensín og hjólbarða. Var það ekki heillandi tilhugsun og mátuleg svívirðing við hina mislyndu peninga, að geta brennt þeim og sóað í bensín og olí- ur, rétt eins og þeir væru óhreint, fánýtt skítti, sem aðeins var hægt að nota til auðmjúkrar þjónustu? Jæja, þarna glopraði hann númerinu á Hverfisgötu 80 niður fyrir 68. — Tómas, — hann hrökk við, því hún sagði það svo snöggt, — viljið þér skreppa út í búð og kaupa einn Kók? — Já, takk, sagði hann og fór eilítið hjá sér, því brosið á íbjúgum vörum hennar var svo leyndardómsfullt og heillandi. Og á meðan hann tók við peningunum, horfði hann á gullskreytta hönd hennar djúpri, heitri aðdáun. Á leiðinni með Kókinn var hugur hans upplyftur, svo einstaklega heiðskír og frjáls, langt, langt frá hinum hversdagslega veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.