Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 45
ÞRÍR Á BÁTI 155 öðrum tóni og ekki sem elskulegustum: „En nei, ónei, Móri greyið, þú leikur ekki svona glatt á Pétur Salómonsson.“ „Já, en því sagðirðu Stopp í klussi?“ spurði ég. „0 það er nú eitt af orðtækjunum mínum,“ sagði Pétur. „Ég hef það úr sögunni um skipstjórann er seldi skrattanum sál sína gegn því að hann sigldi með sér tilskilinn tíma og léti sig aldrei þrjóta hyr. Það er mjög lærdómsrík saga, hefurðu ekki heyrt hana, Jónas?“ Nei, ég hafði ekki heyrt þessa sögu, og Pétur varð við bón minni að segja mér hana. En hún er í stuttu máli á þá leið, að þegar liðinn er hinn tilskildi tími og kaptugi skal fara að standa við sinn hluta kaupmálans, þá siglir hann skipinu út á 100 faðma dýpi, sendir skrattann fram á og hrópar: „Laggo akker!“ Og skrattinn hlýðir og lætur akkerið falla. En akkeriskeðjan var 6 liðir, þ. e. a. s. 90 faðma löng, því að hver liður er 15 faðmar, og fer út um klussið með geysihraða, og er brátt komin á enda. Þá hrópar kap- tugi: „Stopp í klussi, Satan! “ Greip þá skrattinn um aftasta hlekkinn og fór með honum út um klussið, og sást ekki eftir það. Pétur átti fimm trossur í sjó, fyrir utan þá sem við höfðum nú lagt, þrjár með grásleppunetj um og tvær með rauðmaganetjum, en í grá- sleppunetjum eru leggirnir sex tommur og í rauðmaganetjum fjórar; hvert net er 26 faðmar; þrjú net að jafnaði í hverri trossu. Við fórum fyrst í gráslepputrossu er var skammt þar frá sem við höfðum lagt nýju trossuna. Pétur reri þangað, brá bakborðsárinni undir duflið, dró það að bátnum, lagði árarnar inn, reis á fætur, setti á sig svuntu mikla úr segli og hóf að draga korkateininn. Hann stóð fremst í hátnum og lyfti teininum í beltisstað, eða hæfilega hátt til þess að sjá hvort eitthvað var í, en lét hann síðan jafnóðum niður aftur, því að hrognkelsanet eru sjaldan tekin inn, heldur aðeins „farið með“ þeim, sem kallað er. Stund- um liggja þau á sama stað alla vertíðina, og hrognkelsavertíð við Sel- tjarnarnes hefst oft í endaðan marz og getur staðið fram í miðjan ágúst- mánuð, og jafnvel fram í byrjaðan september. Ég sat afturí og þurfti ekkert að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.