Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 45
ÞRÍR Á BÁTI 155 öðrum tóni og ekki sem elskulegustum: „En nei, ónei, Móri greyið, þú leikur ekki svona glatt á Pétur Salómonsson.“ „Já, en því sagðirðu Stopp í klussi?“ spurði ég. „0 það er nú eitt af orðtækjunum mínum,“ sagði Pétur. „Ég hef það úr sögunni um skipstjórann er seldi skrattanum sál sína gegn því að hann sigldi með sér tilskilinn tíma og léti sig aldrei þrjóta hyr. Það er mjög lærdómsrík saga, hefurðu ekki heyrt hana, Jónas?“ Nei, ég hafði ekki heyrt þessa sögu, og Pétur varð við bón minni að segja mér hana. En hún er í stuttu máli á þá leið, að þegar liðinn er hinn tilskildi tími og kaptugi skal fara að standa við sinn hluta kaupmálans, þá siglir hann skipinu út á 100 faðma dýpi, sendir skrattann fram á og hrópar: „Laggo akker!“ Og skrattinn hlýðir og lætur akkerið falla. En akkeriskeðjan var 6 liðir, þ. e. a. s. 90 faðma löng, því að hver liður er 15 faðmar, og fer út um klussið með geysihraða, og er brátt komin á enda. Þá hrópar kap- tugi: „Stopp í klussi, Satan! “ Greip þá skrattinn um aftasta hlekkinn og fór með honum út um klussið, og sást ekki eftir það. Pétur átti fimm trossur í sjó, fyrir utan þá sem við höfðum nú lagt, þrjár með grásleppunetj um og tvær með rauðmaganetjum, en í grá- sleppunetjum eru leggirnir sex tommur og í rauðmaganetjum fjórar; hvert net er 26 faðmar; þrjú net að jafnaði í hverri trossu. Við fórum fyrst í gráslepputrossu er var skammt þar frá sem við höfðum lagt nýju trossuna. Pétur reri þangað, brá bakborðsárinni undir duflið, dró það að bátnum, lagði árarnar inn, reis á fætur, setti á sig svuntu mikla úr segli og hóf að draga korkateininn. Hann stóð fremst í hátnum og lyfti teininum í beltisstað, eða hæfilega hátt til þess að sjá hvort eitthvað var í, en lét hann síðan jafnóðum niður aftur, því að hrognkelsanet eru sjaldan tekin inn, heldur aðeins „farið með“ þeim, sem kallað er. Stund- um liggja þau á sama stað alla vertíðina, og hrognkelsavertíð við Sel- tjarnarnes hefst oft í endaðan marz og getur staðið fram í miðjan ágúst- mánuð, og jafnvel fram í byrjaðan september. Ég sat afturí og þurfti ekkert að gera.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.