Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 21
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM
131
íslandi hafa einhverntíma glímt við þetta form, og samt er ferskeytlan
alþýðlegast form listrænt á íslandi, — til eru íslendíngar sem ekki hafa
neinn verulegan skilníng á öðrum skáldskap en ferskeytlum; einginn
hlutur er vísari til að sigra hjarta íslendíngs en ef ljóðað er á hann með
ferskeytlu. I augum ókunnugra er ferskeytlan einsog hvert annað bull,
„rímdella“ einsog sagt er hér á Norðurlöndum, og ég veit ekki nema um
einn útlendíng, þýskan prófessor, sem hefur lagt á sig að kynna sér þessa
grein bókmenta vorra. Það er alveg gagnslaust að segja íslendíngi að
ferskeytlan sé ekki annað en ófrjó formdýrkun ■—- hann mun svara með
tómlátu glotti.
Afturámóti hefur ekki heyrst fjölhljóma tónlist, symfónísk músík, hjá
oss fyren í útvarpinu, af grammófónsplötum, fyrir örfáum áratugum.
Útvarpshlustendur þóttust liart leiknir af þessu symfóníugargi er þeir
svo nefndu, og brugðust reiðir við; töldu margir það einhvern argvítug-
astan hávaða sem þeir höfðu nokkru sinni heyrt. Árum saman dundu
yfir útvarpsstjórnina sendibréf frá hlustendum þar sem þeir kvörtuðu
sáran undan þessum ófögnuði. Á nú að dæma íslensku ferskeytluna til
eilífrar útskúfunar af því að útlendíngar sjá ekki í henni annað en bull,
— eða á það fólk sem aldrei á ævi sinni hefur heyrt tónlist af neinu tagi,
kanski í hæsta lagi harmóníku eða munnhörpu, að setja sig á háan hest
og gerast dómari symfónískrar tónlistar?
Sama máli gegnir um myndlist. Fólk sem aldrei hefur séð aðrar mynd-
ir en ljósmyndir, eða prentaðar ljósmyndir í dagblöðum og almanökum,
telur ekki aðrar myndir raunsæar eða raunhæfar. Form í listum eru
margskonar túngur, hver skilur það mál sem hann er uppalinn við;
listamanninum ber skylda til að tala því máli sem skilst af þeim hópi sem
hann snýr sér til og ávarpar. Sú list sem vekur athygli og skilst af sér-
stökum hópi manna, stétt eða þjóðflokki, er raunhæf í þeim hópi.
Það er talið sérkenni á list ínka, að þar er ekki til bogadregin lína:
slík lína tilheyrði ekki þeirra hugmyndaheimi. List ínka miðast öll við
stystu línu milli tveggja púnkta; þeir þekkja ekki hjól. í sígildri list kín-
verskri ræður andstæð regla. Bein lína, hin stysta milli tveggja púnkta,
má ekki sjást í heimi kínverskrar formlistar. I formlistarheimi ínka er
þannig jafnóraunhæft að draga bognar línur einsog gera beinar línur í
hinum kínverska. Þetta er dæmi um tvö andstæð höfuðatriði innan
myndlistar, og það dugir ekki að skella við því skolleyrum og segja