Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 21
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 131 íslandi hafa einhverntíma glímt við þetta form, og samt er ferskeytlan alþýðlegast form listrænt á íslandi, — til eru íslendíngar sem ekki hafa neinn verulegan skilníng á öðrum skáldskap en ferskeytlum; einginn hlutur er vísari til að sigra hjarta íslendíngs en ef ljóðað er á hann með ferskeytlu. I augum ókunnugra er ferskeytlan einsog hvert annað bull, „rímdella“ einsog sagt er hér á Norðurlöndum, og ég veit ekki nema um einn útlendíng, þýskan prófessor, sem hefur lagt á sig að kynna sér þessa grein bókmenta vorra. Það er alveg gagnslaust að segja íslendíngi að ferskeytlan sé ekki annað en ófrjó formdýrkun ■—- hann mun svara með tómlátu glotti. Afturámóti hefur ekki heyrst fjölhljóma tónlist, symfónísk músík, hjá oss fyren í útvarpinu, af grammófónsplötum, fyrir örfáum áratugum. Útvarpshlustendur þóttust liart leiknir af þessu symfóníugargi er þeir svo nefndu, og brugðust reiðir við; töldu margir það einhvern argvítug- astan hávaða sem þeir höfðu nokkru sinni heyrt. Árum saman dundu yfir útvarpsstjórnina sendibréf frá hlustendum þar sem þeir kvörtuðu sáran undan þessum ófögnuði. Á nú að dæma íslensku ferskeytluna til eilífrar útskúfunar af því að útlendíngar sjá ekki í henni annað en bull, — eða á það fólk sem aldrei á ævi sinni hefur heyrt tónlist af neinu tagi, kanski í hæsta lagi harmóníku eða munnhörpu, að setja sig á háan hest og gerast dómari symfónískrar tónlistar? Sama máli gegnir um myndlist. Fólk sem aldrei hefur séð aðrar mynd- ir en ljósmyndir, eða prentaðar ljósmyndir í dagblöðum og almanökum, telur ekki aðrar myndir raunsæar eða raunhæfar. Form í listum eru margskonar túngur, hver skilur það mál sem hann er uppalinn við; listamanninum ber skylda til að tala því máli sem skilst af þeim hópi sem hann snýr sér til og ávarpar. Sú list sem vekur athygli og skilst af sér- stökum hópi manna, stétt eða þjóðflokki, er raunhæf í þeim hópi. Það er talið sérkenni á list ínka, að þar er ekki til bogadregin lína: slík lína tilheyrði ekki þeirra hugmyndaheimi. List ínka miðast öll við stystu línu milli tveggja púnkta; þeir þekkja ekki hjól. í sígildri list kín- verskri ræður andstæð regla. Bein lína, hin stysta milli tveggja púnkta, má ekki sjást í heimi kínverskrar formlistar. I formlistarheimi ínka er þannig jafnóraunhæft að draga bognar línur einsog gera beinar línur í hinum kínverska. Þetta er dæmi um tvö andstæð höfuðatriði innan myndlistar, og það dugir ekki að skella við því skolleyrum og segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.