Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 60
170
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sum tungumál, sem geta haft saman tvö eða fleiri samhljóð í upphafi
orða, og flest takmarka þau mjög fjölbreytni slíkra samhljóðasambanda.
Þær þjóðir, sem tala þau tungumál, eiga þá á stundum erfitt með að bera
fram öll upphafssamhljóðin í öðrum málum. Kunn er t. d. sagan um
finnsku stúlkuna, sem var í sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og var þar í
afturbata. Hún ætlaði að segja „I get stronger and stronger every day“
(ég verð hressari með hverjum degi), en af því að hún gat ekki borið
fram str í upphafi orðsins stronger, sleppti hún st og sagði: „I get
wronger and wronger every day“ (ég verð rangari og rangari á degi
hverjum). Og eflaust mætti finna einhver hliðstæð dæmi af Islending-
um, sem eru að tala erlend mál, svo sem þegar við tölum dönsku og ber-
um fram ikke með sama aðblásna harðhljóðinu og í íslenzku ekki, en
ekki með aðblásturslausu linhljóði, því að Danir bera þetta orð fram líkt
ogi-ge.
í sumum málum Astralíunegra er ekki aðeins til eintala og fleirtala,
heldur einnig tvítala og þrítala bæði nafnorða og persónufornafna. Tví-
tala er það kallað, þegar sérstök mynd orðs er notuð til að tákna tvo
saman, en önnur mynd til að tákna fleiri. Það er sama og var fyrrum í
íslenzku, þegar orðmyndirnar við og þið voru aðeins notaðar um tvo, en
vér og þér, þegar um fleiri var að ræða. — Á Kyrrahafssvæðinu er jafn-
vel hægt að finna tungumál, sem hafa fimm tölur, eintölu, tvítölu, þrí-
tölu, fjórtölu og margtölu. Þar eru fleirtölurnar þó fremur greinar á
sama stofni en hver um sig sjálfstætt fyrirbæri gagnvart eintölunni.
Frunnnaðurinn, sem var að byrja að tala, gerði sér fljótt ljóst, hvort um
var að ræða einn, tvo eða fleiri, og svo var það tilviljunum háð, hvort
orðin fengu sérstaka mynd við að merkja tvo, þrjá eða fjóra. í málum
með mörgum fleirtölum eru fleirtöluendingarnar ekki annað en töluorð,
sem merkja tvo, þrjá eða fjóra.
í Dravídamálum og nokkrum fleiri málum Asíu, einkum um suðaust-
anverða og miðja álfuna, er fornafn fyrstu persónu fleirtölu (við eða
vér) mismunandi eftir því, hvort sá sem talar segir ég ogþú (= við) eða
ég og hann (= við). Þetta þekkist einnig í nokkrum Indíánamálum í
Ameríku og stöku Kákasusmálum.
Alkunna er, að íslenzk tunga hefur þrjú málfræðikyn, karlkyn, kven-
kyn og hvorugkyn, og hefur sú verið reglan í germönskum málum um
aldur. Slík skipting orða eftir kynjum er svo rík t. d. í semízkum málum,.