Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 23
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 133 fyrir fólki sem aldrei hefur heyrt aðra tónlist en munnhörpu; en það mundi vera fáránlegt að halda því fram að munnhörpublástur væri nokkurt alment svar við tónrænum þörfum fólks yfirleitt. Munnharpa svarar aðeins ákveðinni og mjög takmarkaðri þörf, en þörf sem þó á fullkominn rétt á sér. Á vorum tímum er einsog ég fyr sagði mikill fjöldi manna, að minsta- kosti í hinum vélgeinga heimi, óvanur öðrum myndum en ljósmyndum og endurgerðum ljósmyndum, eða þegar best lætur einhverskonar lituð- um prentmyndum, annaðhvort atburðamyndum, gerðum með ljós- myndatækni, eða landfræðilegum myndum, landslagsmyndum sem svo eru nefndar. Til eru þeir listaheimspekíngar sem helst mundu kjósa að kalla þessa ljósmyndaraunsæi hina einu sönnu raunsæi í myndlist. Það er óhætt að fullyrða að ljósmyndaraunsæi í málaralist, til dæm- is málaðar atburðamyndir eru, þó ekki væri nema vegna aðferðar sinn- ar, úrelt og úrsérgeingin list á vorum tímum. Atburðamyndin á heima á sviði ljósmyndavélarinnar þar sem hægt er á broti úr sekúndu að taka fullgilda litmynd af atburði. Sú aðferð að mála atburðamyndir er álíka óraunhæf einsog að fara hundrað kílómetra leið fótgángandi á þrem fjórum dögum eftir sléttum bílvegi þar sem almenníngsvagnar bruna hjá í sífellu reiðubúnir að taka vegfarandann upp af götu sinni og flytja hann í áfángastað á svipstundu. Það er ekki gerlegt öðrum en miljóna- mæríngi að leyfa sér svo seinlát og fornfáleg ferðalög — auk þess sem hann verður að vera nokkuð treggáfaður. Við skulum taka einhverja at- burðamynd sem dæmi, mynd af einhverju sérstöku atviki, til dæmis af manninum sem hefur verið talinn af í mörg ár og birtist nú altíeinu í dyrunum heimahjá sér: það kemur ákaflegur undrunarsvipur á alla sem fyrir eru; eftilvill hefur húsfreya gifst öðrum. Verkefni einsog þetta væri nær vorum tíma að leysa með því að gera leiksvið og fá til leikara að sýna atriðið, kveðja síðan til ljósmyndara. Það er einkum afrek í svip- brigðalist sem útheimtist til þessarar myndar, þetta er leiksviðsatriði, enda kalla frakkar þessa tegund myndlistar teatralisma. Mikill hluti myndskreytínga og atburðamynda verða ótímabærar og óraunhæfar af því að þær eru í eðli sínu aðeins ljósmyndun leiksviðs, — og það getur ekki talist hlutverk málara með pentskúf og trönur að gera mynd af leiksviðsatriði; ljósmyndun er þar að minstakosti mun vænlegri til árángurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.