Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 38
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þýðingarmikið stöðvaðist með djúpum sársauka innst í honum sjálfum. Hann fann blóðið þjóta fram í kinnar sér með svo þungum niði, að hann verkjaði í höfuðið; og hvernig sem hann reyndi, gat hann ekki hætt að stara, það var eins og tillit hans væri neglt við þennan eina stað. Hann sá, að hönd hennar hvíldi á handarbaki forstjórans, sá fingur hennar sveigjast undir lófa hans, iðandi kvika, langa og mjóa líkt og orma í grasi. Það var eins og eitthvað herptist saman í brjósti hans, eitt- hvað sem líktist þrýstingi eða sárum, kveljandi bruna. Aldrei fyrr hafði hann séð þennan svip á andliti hennar, þetta undar- lega samband gleði og sársauka, aldrei þessa litríku, biðjandi fegurð í sægrænum augum hennar. Og þessi stund var honum eilíf og óskiljan- lega kvalafull. Allt í einu, og mjög hranalega, kippti forstjórinn að sér hendinni, og leit undrandi á hana. Andartak var svipur hennar bjartur og lýsandi, en snögglega var sem eitthvað færi úr skorðum, og yfir andlit hennar lagð- ist köld og dauð gríma. Meðan þetta gerðist, hafði tíminn staðið kyrr og verið sem strengdur þráður. En nú, einmitt á þessari stund, fannst honum mildur friður hvíla yfir öllu. Hægt og hljóðlega í djúpu, hlýju myrkri, var sem eitt- hvað rynni af stað að nýju. Og þessi dimmi straumur fyllti huga hans einlægu þakklæti og sárri meðaumkun. Þess vegna stóð hann á fætur. gekk til hennar, og sagði eins blítt og hann gat: — Ég skal skila flöskunni fyrir þig, fyrst hún er tóm. Og hann seildist að borðinu, eins og hann ætlaði að gera þetta án fleiri orða. Þá leit hún á hann, og augu hennar loguðu í trylltum ofsa. — Láttu hana vera! hvæsti hún. Hann hrökk við, og stóð náfölur fyrir framan hana. Hún starði á hann, hann fann, að augu hennar skoðuðu hann, þukl- uðu líkama hans með blygðunarlausri lítilsvirðingu. Skyndilega var sem eitthvað brysti innst inni, sár og djúpur strengur, en í staðinn fann hann til undarlegs kulda, og upp í huga hans kom lítill, hlæjandi djöfull, sem laut yfir skrifborðið hennar, og hvíslaði: — Veiðibjalla!

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.