Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 44
HERMANN PALSSON Tvær vetrarmyndir Eitt af einkennum Fóstbræðra sögu eru sundurleitar stílteg- undir. Þótt höfundur hafi mikið vald yfir hinum þróttmikla og hófsama sagnastíl, þá hikar hann ekki við að bregða fyrir sig lærðum stíl og jafn- vel dróttkvæðastíl, ef svo ber undir. Slík stílbrigði verða ekki skýrð á annan veg en þann, að höfundur hafi ekki losnað undan áhrifum frá orð- færi heimildarrita sinna. Frávikin frá sagnastílnum koma einmitt fyrir, þar sem höfundur hefur ekki stuðzt við munnlegar arfsagnir. Þannig slær fyrir klerklegu málfari í kristi- legum hugleiðingum og lærðum lýs- ingum á mannslíkamanum. Klerk- legra áhrifa gætir víðar í íslenzkum sögum, en hitt er mun sjaldgæfara, að dróttkvæði hafi haft svo greinileg áhrif á orðfæri óbundins máls og fram kemur í Fóstbræðra sögu. Hér má þó skjóta því að til gamans, að höfundur Gunnlaugs sögu hefur fellt tvær dróttkvæðar Ijóðlínur inn í frá- sögn sína: Eigi leyna augu, ef ann kona manni. Þetta er auðsæilega vísufjórðungur, sem höfundur Gunnlaugs sögu hefur þekkt og tilfærir á svipaðan hátt og menn beita orðskviðum til skýringar. Og höfundur Fóstbræðra sögu vitnar á sama hátt í Hávamál til að sýna hverflyndi konunnar. Þau dæmi um dróttkvæðaáhrif á Fóstbræðra sögu, sem hér verður bent á, eru sérstaks eðlis. Höfundur sögunnar virðist hafa í huga drótt- kvæðar vísur, sem hann endursegir í óbundnu máli, en lætur þó hinn skáld- lega líkingastíl halda sér. En áður en að þeim sé vikið, er rétt að minnast á eina setningu í sögunni, sem kemur fyrir, þar sem verið er að lýsa sjó- ferð þeirra fóstbræðra fyrir Vest- fjörðum: Reyndu Ránar dœtr dreng- ina ok buðu þeim faðmlög. Kenning- in Ránar dœtr og hugmyndin, sem í þessu felst, er auðsæilega sótt til drótt- kvæða. Og stuðlasetningin virðist benda til sama uppruna. Kenningin og hugmyndin er hvortveggja almenn í kveðskap, svo að ekki er unnt að benda á neina sérstaka fyrirmynd, en öðru máli gegnir um eftirfarandi 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.